Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 120
ÚR LAnDI mARxÍSkS RéTTTRÚnAðAR
119
fótunum. Síðan gengu þeir af fundi um 30. Þar með er SAT loksins
klofnað fyrir fult og alt. Þessu er öllu stjórnað frá moskva. Þessir
kommúnistar eru þeir ógeðslegustu dogmuþrælar, sem eg hefi séð,
flestir svartir, skuggalegir og hræðilega ortodoks á svipinn.2
Þórbergur hefur þarna greinilega fremur hallast að hinum eiginlegu þjóð-
leysingjum í SAT undir forystu Lantis en „dogmuþrælunum“ rússnesku.
Fylgjendur harðlínukommúnismans í Sovétríkjunum, sem klufu sig frá
Þjóðleysingjafélaginu árið 1931, héldu alþjóðlegt þing í Berlín, 20.–21. ágúst
árið eftir, þar sem þeir stofnuðu svonefnd Alþjóðasamtök öreiga esperant-
ista (Internacio de Proleta Esperantistaro eða IPE) og komu verkalýðsfélög
esperantista í mörgum löndum að stofnun þess. Fulltrúum Sovétríkjanna var
þó meinuð þátttaka á þinginu í Berlín af þáverandi valdhöfum þýska ríkisins.
Eftir þetta voru stofnaðar IPE deildir í fjölmörgum löndum og má segja
að hugmyndir kommúnismans í Rússlandi hafi ráðið þar meiru en vinstri
stefna Þjóðleysingjafélagsins. Þótt esperanto væri vissulega samskiptamál
þessara félaga var þar engin áhersla lögð á hina þjóðlausu framtíð heimsins.
Einnig voru stofnaðar svokallaðar PEk-deildir á vegum þessara félaga (Pro-
leta Esperanto korespondado). Þær voru eins konar félög um alþjóðlega
kynningu og bréfaskipti hinna vinnandi stétta einstakra landa á esperanto.
Eftir að harðlínukommúnistarnir klufu sig út úr Þjóðleysingjafélaginu
sat Lanti áfram sem forseti þess til 1933, en þá sagði hann af sér því embætti
á þingi þess í Stokkhólmi og varð eftir það aðeins óbreyttur félagi. Hann
var þó áfram brennandi í andanum í baráttunni fyrir hugsjónum félagsins
og harður andstæðingur Alþjóðasamtaka öreiga esperantista (IPE) sem áttu
þá mest fylgi í Sovétríkjunum. Þetta hvoru tveggja varð til þess að hann
fór að gefa út eigið blað, Herezulo eða „Trúvillinginn“. Tímaritið kom út
á þriggja mánaða fresti frá janúar 1935 til desember 1936. Þar gagnrýndi
Lanti stjórnarfarið í Rússlandi harðlega og birti bréf frá sovéskum esperant-
istum sem höfðu barist fyrir byltingunni á sínum tíma en litu á stjórnarfar
Stalíns sem ennþá meiri harðstjórn en var á dögum keisaraveldisins. Það var
einmitt í ágústmánuði árið 1935 sem fyrsta blað íslensku IPE-deildarinnar
á Íslandi kom út og er í upphafi þess gerð rækileg grein bæði fyrir IPE og
PEk í formála þess sem skrifaður er á íslensku.3 Á þessu ári gaf Þórbergur
2 Þórbergur Þórðarson, „Bréf til Erlendar guðmundssonar, Arnheim, 22. ágúst
1931“, Lbs 5 NF – Erlendur Guðmundsson. AA Bréf til Erlendar Guðmundssonar, 4.
askja, örk 3.
3 Um þetta efni fjalla ég mun ítarlegar í kafla um Þórberg og þjóðleysingjastefnuna
í riti mínu um esperantotímabil höfundarins og er hér sótt nokkuð í þá umfjöllun.