Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 121
EügEnO LAnTI
120
jafnframt út Rauðu hættuna, bókina um Rússlandsferð sína árið áður. Hann
er þá greinilega orðinn mjög hrifinn af stjórnarfarinu þar og telur að þeir
vankantar sem á því eru, eins og til dæmis hinn mikli launamunur, séu tíma-
bundnir og leysist þegar kerfið komist í rétt horf.
Þórbergur hefur einnig á þessu ári fengið fyrsta heftið af Herezulo, þar
sem Lanti skrifar langa grein um þjóðleysingjastefnuna og andstæðurnar
milli hennar og þjóðernisstefnunnar, sem ætíð leiði til undirokunar ein-
stakra þjóðabrota, og skilningsleysis þeirra, sem berjast fyrir kommúnism-
anum í Rússlandi, á þeim mun. Einnig birtir Lanti þar kafla úr bréfi frá rúss-
neskum esperantista, sem hann kallar „El la marksisma ortodoksejo“ (Úr
landi marxísks rétttrúnaðar) og eru það þeir kaflar sem eru birtir hér á eftir
í íslenskri þýðingu, með skýringum Lantis skáletruðum.4
Þórbergur fylgdi vissulega stefnu Stalíns eftir Rússlandsferð sína þrátt
fyrir hina hörðu gagnrýni Lantis og þjóðleysingja í Sovétríkjunum á sjakalis-
mann í Staliníu, sem kemur fram með ótvíræðum hætti í bréfinu. Þórbergur
gagnrýndi þó aldrei þjóðleysingjastefnuna í skrifum sínum og eftir seinni
heimsstyrjöldina, þegar ljóst var hversu hatramma afstöðu Stalín hafði tekið
til esperantos, fer hann að gagnrýna þá stefnu hans og afstöðu annarra ríkja
í Sovétríkjunum gegn alþjóðatungunni sem hann kennir ófullkomleika
mannanna. Hann er þó áfram sósíalisti í anda þjóðleysingjastefnunnar og
einkunnarorð hans eru sú gagnrýna hugsun sem fram kemur í þessum orð-
um Eddukvæða og hann vitnar oft til: „Sjálfur leið þú sjálfan þig.“
Kristján Eiríksson
Úr landi marxísks rétttrúnaðar
Lesendur okkar vita áreiðanlega nú þegar að marxisminn í Sovétríkjunum er
orðinn að opinberri trúarsetningu sem skylda er að innræta allri þjóðinni og jafnvel
litlum börnum að boði Stalíns. En kannski vita þeir ekki að þetta miðaldahugarfar
kallar ánauð og þrældóm yfir fjölda fólks í ríkinu.
Þrátt fyrir ofurstranga ritskoðun fáum við annað slagið í hendur bréf sjálfstætt
þenkjandi manna, hugrakkra trúvillinga, sem láta óspart í ljós vandlætingu sína
og segja frá þjáningum sínum. Fyrir skömmu barst mér langt kveinstafa-bréf, sem
kristján Eiríksson, Lifandi mál lifandi mann. Um esperantotímabil Þórbergs Þórðar-
sonar, Reykjavík: JPV, 2020, bls. 49–75, hér einkum bls. 64 og 52–54.
4 Við þýðinguna hefur verið stuðst við frumútgáfu textans: Herezulo. Sendependa revuo
por batalado kontraŭ ĉiajn dogmojn. nr. 1 Trimonata Januaro-marto 1935. Redaktas
k. adminastras Esperanto, 14, av. de Corbéra, Paris-12e.