Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 122
ÚR LAnDI mARxÍSkS RéTTTRÚnAðAR
121
ég vildi gjarnan birta í heild sinn ef pláss leyfði. En lesendur geta þó áttað sig á
hinum hræðilegu aðstæðum vina okkar í Staliníu út frá eftirfarandi tilvitnunum.
„… Undanfarið hafa miklir atburðir orðið í landi okkar, sem sýna ör-
eigum heimsins að við lifum í rauninni í „frjálsasta ríki jarðarkringlunnar“.
Það gerðist til dæmis fyrir skömmu að skipverji á herskipi, n. Barankov,
hljópst á brott af skipi sínu í pólskri höfn í gdyna og var hann dæmdur til
dauða af þeim sökum og ættingjar hans handteknir og eignir þeirra gerðar
upptækar. Annar sjómaður, Bondarenko, sem aðeins vildi hlaupast á brott
úr sovésku paradísinni til hins pólska helvítis, var einnig dæmdur til dauða
og örlög ættingja hans urðu hin sömu og ættingja Barankovs. Annar háseti á
herskipinu hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir það eitt að hafa vitað af áformum
Bondarenkos en látið hjá líða að kæra hann fyrir stjórnendum skipsins. …
menn ættu að bera saman hvaða refsingu þeir hefðu hlotið fyrir sams konar
glæpi undir hinni blóðþyrstu stjórn keisaranna. Á friðartímum, ekki á stríðs-
tímum, var þeim sem hlupust undan merkjum refsað með sex mánaða her-
þjónustu í sérstöku heragafylki fyrir fyrsta brot. Þá var aðeins hinum seka
refsað en ekki ættingjum hans.
Félagar! ég blygðast mín fyrir að lofa hina bölvuðu stjórn á tíma keisar-
anna, sem við börðumst á móti og fórnuðum lífi okkar í þeim hildarleik.
Vegna þessa eru hjörtu okkar við það að bresta af gremju, þegar vér sjáum
að núverandi sjakala-stjórnendur5 okkar ætla að kæfa [og] drepa alla lifandi
hugsun, hvern snefil af efa um þeirra guðlegu visku, meðan þeir sjálfir gera
allt sem þeir geta til að bæta sína eigin yfirburðastöðu með ruddalegri og
skepnulegri ógnarstjórn …
…Í landi okkar byggist allt á ógnarstjórn og níðingslegum svikum.
Þorpsbúarnir vildu eignast jarðnæði en voru settir í nauðungarvinnu á sam-
yrkjubúum. menn stæra sig af að hér sé ekkert atvinnuleysi en það merkir að
milljónir manna eru látnar vinna algerlega kauplaust til refsingar fyrir ýmsar
smávægilegar yfirsjónir. Þeir grafa skipaskurði milli Hvítahafs og Eystrasalts,
frá Volgu til moskvu og milli Volgu og Dónár. Þeir leggja heilan tug mis-
munandi járnbrauta, saga og höggva niður skóga. Fyrir þetta fá þeir einungis
lítinn brauðbita eins og „glæpamenn“, sem hljóta að deyja úr hungri ljúki
þeir ekki tilskildum störfum. Þetta kalla menn „sósíalistíska vinnuskorpu“,
5 [Hér er trúlega vísað til persónunnar Shígaljovs í Djöflunum eftir Dostojevskij frem-
ur en skepnunnar, en því hefur verið haldið fram að hann hafi spáð fyrir um þróun
kommúnismans undir stjórn Stalíns (ábending frá Árna Bergmann). Sjá Djöflana í
þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, Reykjavík: mál og menning, 2000, bls. 389–
390.]