Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 123
EügEnO LAnTI
122
„vinnukeppni“ o.s.frv. En í rauninni er þetta aðeins skepnuleg barátta hinna
hungruðu fyrir brauðmola, sykri, sælgæti, síld, smjöri [og] mjólk …
Í sérhverri verksmiðju og á hverjum vinnustað eru mismunandi mötu-
neyti. Í því þrifalegasta og þar, sem bestur matur er á boðstólnum, borðar
forstjórinn, ásamt stjórnendum einstakra deilda, mikilvægum kommún-
istum og mikilvægum verkfræðingum fyrirtækisins. Í þessum matsal er
kostnaðurinn hlutfallslega minnstur. Annar matsalur er fyrir venjulega verk-
fræðinga, tæknifræðinga, aðalverkstjóra og miðlungi mikilvæga kommún-
ista. Þá er annar ætlaður þjónustumönnum og lægra settum starfsmönnum
og enn annar er fyrir duglega verkamenn sem þræla sér út í skorpunum. Því
betri sem matsalurinn er fyrir þá hærra settu, þeim mun betri og meiri er
maturinn. Því fátæklegri sem hann er fyrir þá lægra settu, þeim mun skítugri
er hann og allur matur verri og dýrari. Oft vantar þar bæði hnífa og gaffla og
stundum einnig sinnep og fleira.“
Bréfritari birtir eina skrá yfir mismunandi laun og aðra yfir verð helstu
lífsnauðsynja. Vegna plássleysis get ég því miður ekki birt þessar fróðlegu
og merkilegu upplýsingar. Við getum þó að minnsta kosti sagt að þessi
tafla sýni engin merki um afnám stéttaskiptingar í Stalíníu, þvert á
móti …
Varðandi morð kommúnistans Nikolajevs á Kirov farast félaga okkar
svo orð:6
„Byssuskotið í Smolnij ætti að sýna verkamönnum heimsins, sem hafa verið
blekktir með hinum sætu söngvum um ódýra skipaskurði, hið raunverulega
„kommúnistíska“ frelsi í landinu. Strax eftir skotið voru hundruð svonefndra
hvítliða handteknir og þeir teknir af lífi án dóms og laga … Reyndar eru
ennþá til menn með flokksskírteini upp á vasann, sem ekki hafa samþykkt að
drepa sig, eins og t.d. félagi Skripnik gerði, heldur reyndu á ósvífinn hátt að
koma þeim skilaboðum til öreiga alls heimsins að ekki dygðu aðrar aðferðir
en skothríð á þá sem feta í fótspor ofsafenginna fasista. nú beita menn and-
styggilegum lygum gegn andófsmönnunum Zinovjev, kamenev og öðrum
og fullyrða að þeir séu gamlir fylgjendur keisaraveldisins, að árið 1917 hafi
þeir sent heillaskeyti til erfingja krúnunnar o.s.frv. Hvers vegna er nauðsyn-
legt að beita svo andstyggilegum rógi?
margir eru eflaust undrandi yfir því að sá sem skaut kirov hefur játað
allt og svikið félaga sína. En þeir verða að gera sér grein fyrir, að í hinum
6 [Hér er vitnað til morðs Leonids nikolajev á Sergej kirov í Leníngrad þann 1.
desember 1934.]