Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 124
ÚR LAnDI mARxÍSkS RéTTTRÚnAðAR
123
vægðarlausu rannsóknum var manninum haldið vakandi í sjö sólarhringa,
sem varð til þess að hann brjálaðist að lokum algerlega og játaði allt sem
kvalarar hans fóru fram á að hann segði og staðfesti það meira að segja með
undirskrift sinni.
Ekki er hægt að segja allt sem máli skiptir í bréfi; en það skaltu að minnsta
kosti vita að þrátt fyrir blekkingar og lygi, sem beitt hefur verið í stórum stíl,
þá hefur líf venjulegra verkamanna smám saman versnað og fjarlægst lífskjör
þeirra sem hærra eru settir. Hver sá sem þorir að láta í ljós snefil af gagnrýni
er ofsóttur miskunnarlaust …
Hvað varðar atvinnuleysi, þá er engin tölfræði til um það og ekki til neins
konar bætur vegna þess, en þú skalt ekki halda að atvinnuleysingjar séu ekki
til …
… Félagar! Við erum mjög undrandi yfir að öreigar rísi upp gegn fasisma
en ekki gegn sjakalisma. Í rauninni eru fasistar aðeins lélegar eftirlíkingar
sjakalanna … Jafnvel flokksmenn, þrátt fyrir öll sín forréttindi aðalsmanna,
eru farnir að skilja að sjakalisminn hneppir mannkynið í hræðilegan þræl-
dóm. Vegna byssuskotsins í Leníngrad. Skjálfti grípur allan líkama manns
frammi fyrir þeirri staðreynd að frelsisbarátta verkalýðsins endar í harðlæstu
völundarhúsi … Við esperantistarnir, sem börðumst fyrir byltingunni, vitum
og finnum betur en nokkrir aðrir að allir hinir strangtrúuðu eru einungis
þrællundaðir þjónar stjórnenda ríkisins. …“
„Rauður uppreisnarmaður.“
Auðvitað tekur þessi félagi ekki þátt í starfi P.E.K. þótt hann sé mikill pekulo7 (þ.e.
syndari) frammi fyrir Stalín og skósveinum hans í S.E.U. Félagar! Það er mín
heilaga skylda sem trúvillingur að kynna einungis sannleikann um örlög hinna
óbreyttu verkamanna og bænda í landinu (þ.e. Staliníu), sem eru arðrændir blygð-
unarlaust af hinum nýja flokki hjartalausra stjórnenda ríkisins, sem af hræsni
hylja andlit sín með rauðri grímu um leið og þeir beita stöðugt fyrir sig slagorði
byltingarinnar:
Burt með grímurnar!
Herezulo (Trúleysingi)
Kristján Eiríksson þýddi
7 [Lanti leikur sér hér með skammstöfunina PEk sem er sú sama og stofninn í ‚synd‘
séu ekki hafðir punktar á milli og merkir pekulo þá syndari (ulo: einstaklingur, áhang-
andi).]