Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 126
Guðrún Steinþórsdóttir
„minnið er gatasigti“
Um minni og tráma í Stóra skjálfta
eftir Auði Jónsdóttur
Við erum hugarburður í frjálsu falli […] við keppumst við að skrá
niður augnablikin, segja hvert öðru sögur, festa fingur á mannkyns-
söguna meðan alheimurinn þenst út allt þar til hann nær enda-
mörkum sínum. Við segjum allar þessar sögur af öllu því sem á að
hafa gerst eins og okkur finnst við muna það hvert og eitt eftir sínu
nefi. En í hvert skipti sem við segjum sögu tekur hún á sig nýja
mynd og verður að nýrri sögu og að þessu leyti erum við og öll
okkar tilvera dæmd til að vera skáldskapur.1
Á þessa leið komst rithöfundurinn Auður Jónsdóttir að orði í fyrirlestri sem
hún hélt um heilann á fræðslufundi hjá Íslenskri erfðagreiningu. Minnið
hefur verið Auði hugleikið bæði í skrifum og fyrirlestrum en það er eitt meg-
inviðfangsefni hennar í skáldsögunni Stóra skjálfta sem kom út árið 2015.2
Þar segir frá persónunni Sögu sem í upphafi bókar fær þrjú stór krampaflog
en afleiðingar þess felast meðal annars í umfangsmiklu minnisleysi.3 Hennar
1 Auður Jónsdóttir, „Auður Jónsdóttir. Um heilann, opinn fræðslufundur um
heilann í blíðu og stríðu“, Íslensk erfðagreining, 12. desember 2015, fyrirlesturinn er
aðgengilegur á netinu: https://vimeo.com/148931471.
2 Sjá til dæmis sama heimild og Auður Jónsdóttir, „Við erum stöðugt að skálda lífið“,
Tímarit Máls og menningar 80: 1/2019, bls. 112–116.
3 Auður hefur áður skrifað um flogaveikar persónur í bókunum Stjórnlaus lukka
(1998), Vetrarsól (2008) og Ósjálfrátt (2012). Hún er sjálf flogaveik en í viðtali við
Árna Matthíasson segist hún hafa byggt á eigin reynslu í skrifum á Stóra skjálfta
til að veita verkinu trúverðugleika en sagan sé engu að síður skáldskapur enda
Ritið
2. tbl. 20. árg. 2020 (125-160)
Ritrýnd grein
© 2020 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.20.2.6
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).