Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 131
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
130
veikir hafa um reynslu sína af flogum eru afar margvíslegar og persónu-
bundnar eins og á einatt við um líkinganotkun allra sjúklinga. Samkvæmt
rannsókn Leendert Plug, Basil Sharrack og Markus Reuber eru þó þrjár
gerðir hugtakslíkinga hvað algengastar þegar flogaveikir ræða veikindi sín;
það er að segja:
1. FLOGIð ER ORSAKAVALDUR/KRAFTUR (e. THE
SEIZURE IS An AGEnT/FORCE)
2. FLOGIð ER ATBURðUR/AðSTÆðUR (e. THE SEIZ-
URE IS An EVEnT/SITUATIOn)
3. FLOGIð ER STAðUR/RÝMI (e. THE SEIZURE IS A
PLACE/SPACE).14
Að líkja flogi við jarðskjálfta fellur undir fyrstu gerðina, sem Plug, Sharrack
og Reuber nefna, en dæmi um það í máli er: ,jarðskjálfti er eins og kraftur
sem tekur yfir líkama sjúklingsins‘. Með þessari líkingu er oft notuð önnur
líkingin sem þeir félagar telja upp því hún felur í sér að flogið sé atburður
sem hefur upphaf og endi rétt eins og jarðskjálftar; samanber þegar kramp-
inn hófst var hún ekki viðræðuhæf en þegar honum lauk var hún fljót að jafna
sig.15 Samspil af þessu tagi kemur vel fram í líkinganotkun Sögu þegar hún
ræðir flogaveiki sína. Hún hugsar gjarnan um hvert flog sem stakan atburð
en líkir flogunum að vísu hvorki við kraft né jarðskjálfta16 heldur orsakavald,
nánar tiltekið árásarmann sem getur ráðist á hana hvenær sem er og hvar
sem er:
Í grúski í tölvunni minnist hún [Saga] unglingsstelpunnar sem hún
var: Hún var ekki eins mikið frík þegar hún taldi sér trú um að hún
sjálf réði ferðinni. Þegar hún hagaði sér eins og læknisfræðilega
skilgreiningin á henni sjálfri væri bara djöfuls vitleysa fannst henni
hún vera laus undan árásarmanninum sem elti hana eins og skugg-
14 Leendert Plug, Basil Sharrack og Markus Reuber, „Seizure metaphors differ in
patients´ accounts of epileptic and psychogenic nonepileptic seizures“, Epilepsia 50:
5/2009, bls. 994–1000, hér bls. 997.
15 Dæmi um þriðju líkinguna; FLOGIð ER STAðUR/RÝMI er til dæmis: Hann talar
við mig á meðan ég er í flogakastinu vegna þess að hann heldur að þá nái hann mér
fyrr úr því en ella. Sama heimild, bls. 997.
16 Persónur verksins ræða aðeins einu sinni um tengsl floga og jarðskjálfta sín á milli.
Það er þegar Lilja Dögg og óðinn – unglingar sem hjálpa Sögu – segja henni frá
grein þar sem kemur fram að: „Bandarískir vísindamenn segjast hafa fundið leið til
að nota sömu tækni til að spá fyrir um flog flogaveikisjúklinga og notuð er til að spá
fyrir um hvenær jarðskjálfti muni eiga sér stað.“ (242)