Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Qupperneq 133
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
132
flogum í takt við reynslu brotaþola nauðgana sem sviptir eru valdi yfir eigin
líkama og finna einatt til ótta og óöryggis í kjölfar ofbeldisins.21 Í ljósi þess
hve tíðir kynferðisglæpir eru og að umræða um þá, þekking og skilningur
hefur aukist til muna síðustu áratugi er líklegt að fleiri lesendur – kannski
ekki síst konur22 – tengi við líkingar Sögu en ef jarðskjálftalíkingar hefðu
verið í forgrunni í lýsingum hennar.23
Sársaukinn og þjáningin sem veikindin valda Sögu verða enn skýrari
þegar hún greinir frá því að árásarmaðurinn er ekki utanaðkomandi aðili
heldur býr hann innra með henni:
gert ráð fyrir að samfélagsmyndin, til dæmis hvað varðar fjölda kynferðisafbrota,
sé svipuð í báðum heimum. Í skýrslu sem Jafnréttisstofa tók saman kemur fram
að konur voru í miklum meirihluta þeirra sem leituðu til neyðarmóttöku vegna
nauðgunar á árunum 1993–2012. Fjöldi karla var 1–10 á ári en fjöldi kvenna 42–142.
Frá árinu 2001 leituðu árlega yfir hundrað konur til neyðarmóttökunnar. Tölulegar
upplýsingar. Hlutföll og fjöldi karla og kvenna á ýmsum sviðum samfélags, tekið saman
af Jafnréttisstofu, október 2013, bls. 31. Ársskýrslur Stígamóta vitna um að konur
leiti frekar þangað en karlar. Í skýrslunni frá árinu 2018 (sem er sú nýjasta á vefnum
þegar þetta er skrifað) kemur fram að það ár hafi 311 konur (86,6%) leitað aðstoðar
en 47 karlar (13,1%). Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (ritstjóri), Stígamót.
Ársskýrsla 2018, Reykjavík: Stígamót, 2018, bls. 30. Anna Bentína Hermansen,
starfsmaður Stígamóta, hefur bent á að kynferðisafbrot gegn körlum (og raunar öll
kynferðisafbrot) eru vanskráð en að tíðnikannanir gefi vísbendingar um að brotið
sé á fleiri konum en körlum. Sér til stuðnings vitnar hún í hlutföll karla og kvenna
sem leita aðstoðar Stígamóta og í tíðnikönnun Hrefnu ólafsdóttur félagsráðgjafa á
umfangi kynferðisofbeldis á börnum. Könnun Hrefnu var sú fyrsta af þessu tagi sem
var gerð hérlendis en hún var unnin á árunum 1999–2003. Anna Bentína Hermansen,
„Karlmenn verða fyrir kynferðisafbroti“, Stígamót, sótt 6. júlí 2020 af https://www.
stigamot.is/is/fraedsluefni/greinar/karlmenn-verda-fyrir-kynferdisofbeldi.
21 Sjá til dæmis Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir (ritstjóri), Stígamót. Ársskýrsla 2018,
bls. 44–45; Inbar Kremer, Israel Orbach og Tova Rosenbloom, „Body Image Among
Victims of Sexual and Physical Abuse“, Violence and Victims 28: 2/2013, bls. 259–273,
hér bls. 260–261. Ásdís Helga óskarsdóttir hefur bent á að líkingin flogaveiki sem
ókunnugur árásarmaður, í Stóra skjálfta, minni á skrif Svövu Jakobsdóttur í greininni
„Reynsla og veruleiki“ en þar fjallar Svava um ótta kvenna við ókunnuga karlmenn og
líkamlega yfirburði þeirra. Ásdís Helga óskarsdóttir, „leiðin er innávið og uppímóti“.
Um fjórðu bylgju femínismans og íslenskar kvennabókmenntir, MA–ritgerð í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Íslands, 2019, aðgengileg á vefnum Skemman: https://
skemman.is/bitstream/1946/32686/1/Meistararitgerd_AsdisHelgaOskarsdottir.
pdf, bls. 8–9.
22 nefnt skal að lesendur eiga gjarnan auðveldara með að samsama sig sögupersónunum
af sama kyni og þeir eru sjálfir. Keith Oatley, The Passionate Muse. Exploring Emotion
in Stories, bls. 180.
23 Samanber Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét
Guðmundsdóttir, „„eins og að reyna að æpa í draumi“. Inngangur að þema“, Ritið
3/2018, bls. 1–15, hér bls. 10–12.