Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 136
„MInnIð ER GATASIGTI“
135
Einum þræði minnir Stóri skjálfti á spennusögu því Saga þarf að setja sig
í spor rannsakanda þegar hún les í ýmsar vísbendingar og ræðir við ólíka
aðila til að reyna að rifja upp fortíðina. Þá þarf hún einnig að gera upp við
sig hvort minningarnar sem vakna hjá henni og sögur annarra af fortíðinni
séu staðreyndir eða hugarburður. Fyrir vikið kallar sagan á að lesendur velti
fyrir sér ólíkum hliðum minnisins og spyrji spurninga eins og: hvernig man
fólk fortíðina, hvað velur það að muna og hverju kýs það að gleyma? Áður
en fjallað verður um minni Sögu og hvaða aðferðir hún notar til að rifja upp
hið liðna er rétt að fjalla stuttlega um minnið og endurheimtingu minninga.
Margir fræðimenn líta svo á að frásögnin sé grundvöllur mannlegrar
hugsunar og gegni þess vegna margskonar hlutverkum eins og að liðka fyrir
skilningi manna á sjálfum sér og öðrum sem og að efla og þjálfa ímynd-
unaraflið.29 Með frásögninni dregur fólk upp ákveðna mynd af sjálfu sér
en sú mynd getur verið breytileg.30 Í fyrirlestri sem Auður Jónsdóttir hélt
um heilann benti hún einmitt á að hún gæti hæglega „skrifað skáldævisögu
sína hundrað sinnum en samt nýja sögu í hvert skipti og atburðarásirnar
ólíkar eftir því“31 enda þyrftu atvikin sem fengju mest vægi ekki að vera þau
hin sömu heldur gæti mat hennar á þeim verið breytilegt eftir því sem hún
skrifaði „ævisögur“ sínar oftar.32 Þegar fólk segir sögur af sjálfu sér og öðrum
reiðir það sig á minnið.33 Minningar fólks eru auðvitað einstaklingsbundnar
lokið við að kvikmynda Stóra skjálfta en áætlað er að kvikmyndin verði frumsýnd 2021.
29 Sjá til dæmis Jerome Bruner, „The narrative Construction of Reality“, Critical
Inquiry 18: 1/1991, bls. 1–21, hér bls. 4; Daniel D. Hutto, „narrative and understanding
persons“, Royal Institute of Philosophy Supplements 60/2007, bls. 1–15, hér bls. 2.
30 Samanber Paul John Eakin, „What Are We Reading When We Read
Autobiography?“, Narrative 12: 2/2004, bls. 121–132.
31 Auður Jónsdóttir, „Auður Jónsdóttir. Um heilann, opinn fræðslufundur um heilann
í blíðu og stríðu“, https://vimeo.com/148931471.
32 Sama heimild. Hérlendis er bókmenntafræðingurinn Gunnþórunn Guðmundsdóttir
brautryðjandi í rannsóknum á minni, gleymsku og frásögnum. Sem dæmi um
greinar hennar og bækur sem tilheyra því rannsóknarsviði má nefna Gunnþórunn
Guðmundsdóttir, Borderlines, Autobiography and Fiction in Postmodern Life Writing,
Amsterdam: Rodopi, 2003; „Skáldað um líf. Sjálfsævisögur sem bókmenntagrein
á tímum póstmódernisma“, Skírnir vor/2003, bls. 109–125; „Blekking og minni.
Binjamin Wilkomirski og helfararfrásagnir“, Ritið 3/2006, bls. 39–51; „„Minnið
er alltaf að störfum“. Mótun endurminninga og sjálfs í Minnisbók og Bernskubók
Sigurðar Pálssonar“, Ritið 2/2013, bls. 135–148; „Frásögn án gleymsku og dauða.
Sjálfstjáning á samfélagsmiðlum“, Ritið 3/2015, bls. 161–179; „„Allt sem þú gerir
breytist í reynslu“. Ferðalag um sjálfsævisöguleg skrif Jóns Gnarr“, Tímarit Máls
og menningar 1/2016, bls. 52–61 og Representations of Forgetting in Life Writing and
Fiction, London: Palgrave Macmillan, 2016.
33 Með orðinu minni er hér átt við minningar sem fólk geymir í langtímaminninu.