Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 139
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
138
ir hafa fjallað um,38 Auður Jónsdóttir þar á meðal.39 Hvað varðar eyður í
minni Sögu er hún verr stödd en margir aðrir því stórir hlutar úr fortíð
hennar virðast hafa þurrkast út við flogaköstin – alltént tímabundið.40 Slíkt
er reyndar ekki óvenjulegt því algengur fylgikvilli stórra floga eru vandræði
með minnið.41 Saga á erfiðast með að muna rétt eftir flogin þrjú en þá man
hún til dæmis ekki ákveðin orð, hvað hún heitir, hvar hún vinnur, hvað sonur
38 Sjá til dæmis Daniel L. Schacter, Seven Sins of Memory. How the Mind Forget and
Remembers; Keith Oatley, Such Stuff as Dreams. The Psychology of Fiction, Oxford:
John Wiley & Sons, 2011, bls. 58–60; Árni Kristjánsson, „Að skapa minningar“,
bls. 21–39; Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Mótun endurminninga og sjálfs í
Minnisbók og Bernskubók Sigurðar Pálssonar“, bls 135–148 og sama „„Allt sem þú
gerir breytist í reynslu“. Ferðalag um sjálfsævisöguleg skrif Jóns Gnarr“, bls. 54. Við
réttarhöld eru vitni einatt látin sverja þess eið að þau segi satt og rétt frá atvikum en
út úr þeim frasa hefur sálfræðingurinn og minnisfræðingurinn Elizabeth F. Loftus
snúið á skemmtilegan hátt: „Do you promise to tell the truth, the whole truth or
whatever it is you think you remember?“ Elizabeth F. Loftus, „Memory Faults
and Fixes“, Issues in Science and Technology 18: 4/2002, bls. 41–50, hér bls. 41. Orð
hennar vitna um hve minnið er brigðult. nefnt skal að Loftus hefur áratuga reynslu
af því að gera rannsóknir sem hafa leitt í ljós hve mönnum er tamt að endurskapa
fortíðina; yfirlit yfir slíkar rannsóknir má til dæmis sjá í Elizabeth F. Loftus og J. C.
Palmer, „Eyewitness Testimony“, Introducing Psychological Research, ritstjórar Philip
Banyard og Andrew Grayson, London: Palgrave, 1996, bls. 305–309 og Elizabeth
F. Loftus, „Make–Believe Memories“, American Psychologist 58: 11/2003, bls. 867–
873. Um tengsl sjálfsævisagna og skáldskapar segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir:
„Sjálfsævisögur byggjast ekki aðeins á skáldskap á yfirborðinu heldur einnig í
djúpgerð sinni. Það er ekki þar með sagt að úr verði skáldskapur, heldur að höfundar
færi sér skáldskap í nyt. Skáldskap í sjálfsævisögum má finna í byggingu þeirra, í því
hvernig er farið með minni, í sjálfssköpun, þegar skrifað er um aðra í sjálfsævisögum
og í meðferð á heimildum, en öll þessu atriði eru einnig notuð sem tæki til þekkingar
og sjálfssköpunar. Höfundar nota þessa þætti í eigin þágu: til að skoða fortíðina eða
til að mynda sjálf í sjálfsævisögu. Það er aldrei hægt að fjarlægja alveg skáldskap úr
sjálfsævisögum […]. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Skáldað um líf“, bls. 122–123.
39 Í hugvekju um minnið og skáldskapinn segir Auður: „Við erum jú eigin skáldskapur.
Heilinn pikkar út þær minningar sem hann vill geyma eftir hentisemi; við ritskoðum
ósjálfrátt atvik og orð, lögum upplifun okkar að hugarheimi okkar. Við erum stöðugt
að skálda lífið. […] Dæmd til að búa okkur sjálf til meðan heilinn sorterar veruleikann
og lagar að þörfum persónuleikans, eftir því hvernig það hentar okkur að muna og
tjá hann.“ Auður Jónsdóttir, „Við erum stöðugt að skálda lífið“, bls. 113.
40 Í umfjöllun um verkið bendir Már Másson Maack réttilega á að „Saga er nánast
eins og autt blað í upphafi sögunnar vegna minnisleysisins.“ Már Másson Maack,
„Lífið er ráðgáta“, Bókmenntaborgin.is, desember 2015, sótt 24. apríl 2020 af
https://bokmenntaborgin.is/umfjollun/stori-skjalfti. Í nafni Sögu felst sem sagt
merkingarauki, hún þarf að raða saman brotum úr fortíðinni til að skrifa sögu sína og
skilja sjálfa sig.
41 „Spurningar og svör“, Lauf, sótt 25. júlí 2020 af http://lauf.is/spurningar-and-svor/.