Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 141
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
140
Ég hef alltaf unnið við stjórnun og skipulagningu í bíói, já, og
eitthvað þarna í leikhúsi, jú! Eða … Er það nokkuð hugarburður
minn? Af hverju finnst mér að heilinn búi til minningar um atburði
sem aldrei áttu sér stað? Bíddu, hvernig var þetta allt saman? (76)
Eins og sést efast Saga um skynjun sína og skilning og veit ekki fyrir víst
hvað er satt og rétt og hvað ekki. Líkingar sem hún hefur um eigið minni
vitna einnig um efann sem hún finnur fyrir og að hún treystir ekki fullkom-
lega því sem hún telur sig muna, samanber: „hann [Bergur] má ekki vita að
minnið er gatasigti, þannig líður mér að minnsta kosti“ (28); „Mig verkjar í
höfuðið af öllum þessum myndum, framandi og kunnuglegum í senn þegar
þær steypast ofurskýrar yfir mig en örsnöggt eins og ég sé bilað sjónvarp“
(43); „Minnið í mér er álíka pottþétt og drukkinn stjórnmálamaður“ (145).
Þá skal einnig nefnt að „annað sjálf [Sögu], fartölvan“ (117) er með vírus en
skjal í henni sem „átti að heita dagbókin mín“ er bjagað en þar hafa „stafirnir
hl[aupið] í hrúgur eins og ringlaðir maurar“ (117). Ástandið á tölvunni rímar
semsagt við ástandið á minni Sögu; þörf er á endurræsingu þeirra beggja
eins og ein sögupersónan kemst að orði.44
Minnisgloppurnar og líkingarnar um minni Sögu vitna um stjórnleysið
sem hún finnur fyrir; það er sumpart eins og hún sé aftengd raunveruleikan-
um því hún man ekki fortíðina og getur þar með ekki skilið nútíðina til fulls.
Þess utan er „eins og minnið sortéri minningarnar [hennar] í bærilegar og
óbærilegar þegar [hún] reynir að púsla tilveru [sinni] saman.“ (82) „óþægi-
legar hugsanir valda hræðilega vondum höfuðverk“ (82) en hún finnur „til
líkamlegs sársauka við að beina huganum að ákveðnum hlutum“ (79) og er
því „fyrirmunað að rifja þá upp“ (79). Í fyrstu kemur sársaukinn einkum
þegar Saga reynir að rifja upp erfiðleikana í sambandi hennar og Bergs og
skilja hvers vegna hann flutti frá henni – en heillegustu minningar hennar
af þeim tveimur eru allar jákvæðar svo sambandsslitin eru henni óskiljan-
leg.45 Síðar verður ljóst að erfið veikindi sonar þeirra – og áfall í æsku Sögu
– eru líklega rót sambandserfiðleikanna og tengjast sársaukanum sem Saga
finnur fyrir þegar hún reynir að muna hið óbærilega. Erfiðu minningarnar
og sársaukinn þeim tengdur gefur tilefni til að fjalla sérstaklega um samspil
44 Auður Jónsdóttir, Stóri skjálfti, bls. 168.
45 Minningar Sögu um Berg og fortíð þeirra kallast glögglega á við brot úr
söngtextanum The Way We Were sem Barbra Streisand söng svo eftirminnilega á
sínum tíma: Memories May be beautiful and yet/ What’s too painful to remember/
We simply choose to forget / For it’s the laughter/ We will remember/ Whenever
we remember/ The way we were.