Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Qupperneq 145
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
144
á að trámaminni sé brotakenndara en annað minni. Í upphafi eru brotin sem
einstaklingur man gjarnan einangruð og tengd ákveðinni skynjun, til dæmis
ímynd, lykt, hljóði, hreyfingu eða tilfinningum;58 en „umhverfið getur vakið
upp minningar um áfallið þegar það tengist þessum afmörkuðu atriðum“.59
Þá er algengt að einstaklingur geti ekki sett í orð hvað hefur komið fyrir
hann; hann hafi með öðrum orðum ekki frásagnarminni (e. narrative me-
mory) um áfallið og skiptir þá engu hvort hann hafi alltaf vitað að hann hafi
orðið fyrir tráma eða hvort trámatíska reynslan hafi í fyrstu verið honum
hulin en rifjast upp síðar meir.60 Bókmenntafræðingurinn Cathy Caruth er
á svipuðum slóðum.61 Hún segir að einkennandi fyrir tráma sé að það rjúfi
sögu og tíma. Einstaklingur meðtaki ekki trámatíska atburðinn til fulls þegar
hann á sér stað en trámað snúi síðan aftur og ásæki hann síðar meir til dæmis
van der Hart um kenningar Janet. Dagný Kristjánsdóttir, „Barnaleikur. Um tráma,
minni og gleymsku í Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur“, bls. 184–188.
58 Bessel A. van der Kolk, James W. Hopper og Janet E. Osterman, „Exploring the
nature of Traumatic Memory. Combining Clinical Knowledge with Laboratory
Methods“, bls. 16.
59 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „óvistlegar herbergiskytrur“, bls. 129.
60 Bessel A. van der Kolk, James W. Hopper og Janet E. Osterman, „Exploring the
nature of Traumatic Memory. Combining Clinical Knowledge with Laboratory
Methods“, bls. 16. Þetta kallast á við kenningar Elaine Scarry um sársauka en hún
segir að sársauki – einkum sársauki vegna pyntinga – „eyðileggi heiminn“ það er
að segja komi í veg fyrir að hægt sé að færa í orð og lýsa líðaninni og þar með
merkingunni sem sársaukinn veldur. Elaine Scarry, The Body in Pain. The Making
and Unmaking of the World, new York: Oxford University Press, USA, 1987, bls.
4. Dagný Kristjánsdóttir hefur fjallað um þversögn trámans en hún segir: „Trámað
kemur fólki að óvörum en að auki felur það í sér eitthvað yfirgengilegt, eitthvað
ofbjóðanlegt, og spyrjum við hvað það sé verður oft fátt um svör. Það er vegna
þess að hin trámatíska reynsla er ekki aðgengileg. Fólk veit af áfallinu og vill eða
verður að segja frá því sem gerðist, bera vitni, vara aðra við og/eða kalla einhvern
til ábyrgðar. En stundum hefur fólk óljósa mynd af því sem gerðist. Það er eins
og það sé bæði til staðar og fjarverandi. Það vantar eitthvað í söguna. Þversögn
trámans er einmitt það minnisleysi og rangminni sem gera frásögn fórnarlambsins
ótrúverðuga.“ Dagný Kristjánsdóttir, „Sár. Um stríð, trámu og salamöndrur“, bls.
23. Í skrifum sínum um tráma vísar Dagný til greinar Janet Walker, „The Traumatic
Paradox. Autobiographical documentary and the psychology of memory“, Contested
Pasts. The Politics of Memory, ritstjórar Katharine Hodgkin og Susannah Radston,
new York: Routledge, 2003, bls. 117–132.
61 Mikið hefur verið skrifað um tráma og bókmenntir en Cathy Caruth er frumkvöðull
á því sviði. Hún hefur til dæmis skrifað bækurnar Unclaimed Experience. Trauma,
Narrative and History (1996) og Listening to Trauma. Conversations with Leaders in
the Theory and Treatment of Catastrophic Experience (2014) auk þess sem hún ritstýrði
greinasafninu Trauma. Explorations in Memory (1995).