Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 148
„MInnIð ER GATASIGTI“
147
eitt leiftur sem tengist erfiðum atburði – eða tráma – glæðir fleiri leiftur um
atburðinn. Þá kallar einnig ein minning um tráma á minningu um annan
erfiðan atburð; en minningin um það alsárasta – systurmissinn – verður
síðast ljós. Anne Whitehead, höfundur bókarinnar Trauma Fiction, segir að
skrif um tráma líkist gjarnan einkennum tráma sem gerir það að verkum að
skipun atburða sé oft ekki í tímaröð og endurtekningar og stefnuleysi sé ein-
kennandi.70 Það á vel við um Stóra skjálfta en í heilu lagi minnir frásögnin á
tilraun einstaklings til að búa til heildstæða frásögn af fyrri áföllum.
Ýmsir þættir úr umhverfinu ýfa upp brotakenndar minningar Sögu um
erfiðleikana í fortíð hennar en hún er þó ekki alltaf meðvituð um að minn-
ingabrotin sem vakna tengist ákveðnum áföllum. Þar með verða bæði Saga
og lesendur að tengja saman ólíkar hugsanir hennar, leiftur sem henni birt-
ast og sársauka þeim tengdum til að öðlast skilning á hvað hefur gerst í for-
tíðinni. Til að skoða þetta ferli betur má taka dæmi af því hvernig vitneskjan
og minningar um veikindi Ívars verða Sögu sífellt skýrari eftir því sem líður
á söguna.
Þegar Saga er nýkomin heim af spítalanum eftir flogaköstin leiða
óhreinindi í glugga á heimili hennar hugann að myglusvepp en lengra nær
hugsunin ekki því „[s]tingurinn í höfðinu magnast, [og] óp brýst upp úr
líkamanum“ (31). Líkamlegi sársaukinn vitnar um að minning um myglu-
svepp tengist áfalli. Stuttu síðar er lesendum gefin vísbending um að Saga
óttist um líf Ívars því þegar henni verður litið út um glugga og sér stálpuð
börn stytta sér leið yfir stóra umferðargötu fyllist hún skelfingu um að sonur
hennar kunni að apa hegðunina eftir. Henni finnst hún knúin til að stöðva
hegðun krakkanna því eins og hún hugsar sjálf: „Ég verð að stoppa þetta,
stoppa, stoppa, stoppa!“ (33). Sítekningin á orðinu „stoppa“ minnir á öran
hjartslátt og undirstrikar þannig óttann sem Saga finnur fyrir.71 Hræðslan
við hvert lag sem er skrælt í burtu kemur nýtt í ljós. Þannig getum við verið líkust
vísindamönnum ef við skrifum upp úr eigin minningum, að rannsaka vitundina, og
þannig hjálpa skrif til dæmis eldra fólki með elliglöp, rétt eins og þau geta hjálpað
barni eftir áfall.“ Auður Jónsdóttir, „Við erum stöðugt að skálda lífið“, bls. 112.
Að líkja minninu við lauk minnir á orð Shrek, úr samnefndri kvikmynd frá árinu
2001, um að tröll hafi ótal lög eins og laukar: „ogres are like onions! […] Onions
have layers. Ogres have layers.“ Ummæli Shreks gefa til kynna að tröll – rétt eins
og minnið og laukar – séu margþættari en þau kunna að virðast vera við fyrstu sýn.
70 Anne Whitehead, Trauma Fiction, Edinburgh: Edinburgh University Press, 2004,
bls. 3.
71 nefnt skal að Edgar Allan Poe notar þetta stílbragð í smásögunni „Hjartslátturinn“
en þar styttast setningar sögumannsins eftir því sem hann verður óttaslegnari
þannig að þær minna á öran hjartslátt. Edgar Allan Poe, „Hjartslátturinn“, þýðandi