Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 153
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
152
verður Jóhanna leiðsögumaður Sögu um fortíðina því hún tekur að sér að
fylla inn í minniseyður systur sinnar og skýra fyrir henni jafnt tildrög dauða
Katrínar og áhrif hans á fjölskyldu þeirra. Sagan af Katrínu og dauða hennar
er mjög gott dæmi um hvernig sama áfallið getur haft ólík áhrif á ólíka aðila
og hvernig minningar þeirra um það kunna að vera gjörólíkar. Það skal nú
skoðað með hliðsjón af Sögu og Jóhönnu.
Það er vel þekkt minnistækni að nota rými til að rifja upp hið liðna. Við
upprifjun getur til dæmis verið hentugt að styðjast við húsakynni sem eru
viðkomandi vel kunnug en eins og bókmenntafræðingurinn Gunnþórunn
Guðmundsdóttir hefur bent á hafa margir höfundar sjálfsævisagna farið þá
leið að lýsa æskuheimilum sínum og fetað sig úr einu herbergi í annað í þeim
tilgangi að rifja upp atburði og fólk úr fortíðinni.77 Svipaðri aðferð beitir
Jóhanna því með orðum sínum dregur hún upp skýra mynd af æskuheimili
þeirra systra svo að minningar um ákveðna lykt, hluti, atvik og fjölskyldu-
meðlimi vakna hjá Sögu. Í upphafi reynist afstaða Sögu gagnvart minningu
Jóhönnu vera tvíbent. Henni finnst æskuheimilið hvort tveggja í senn hrylli-
legur staður og yndislegur. Tvíþætta viðhorfið má hafa sem vísbendingu um
hvernig fólk man fortíð sína; oftast skiptast á skin og skúrir í lífi þess en þar
sem minnið er valkvætt kjósa sumir að muna aðeins hið góða en sneiða hjá
hinu óþægilega. Slíkt hefur verið raunin með Sögu sem fyrir flogaköstin
vildi aldrei „muna neitt nema það sem [hentaði] henni“ (257). Þess vegna
reynir hún í fyrstu að sporna gegn sársaukafullri frásögn Jóhönnu um dauða
systur þeirra en áttar sig svo á að ætli hún að ná stjórn á eigin lífi verður hún
að muna allt eða í það minnsta viðurkenna atburði fortíðarinnar.
Jóhanna rekur dauðdaga Katrínar óbeint til drykkju föður þeirra og of-
beldisins sem hann beitti móður þeirra þegar hann var fullur. Kvöldið sem
Katrín dó var hún með stíflað nef. Jóhanna átti að gæta hennar en lét Sögu
um pössunina því hún fór og reyndi að hjálpa mömmu þeirra að verjast
barsmíðum drukkins föður þeirra.78 En Katrín var of veik og Saga of ung
77 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „„Minnið er alltaf að störfum“, bls. 138. Um tengsl
minnis og staðar sjá einnig Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Atli Antonsson,
„Combray og Suðursveit. Um minni og þroska í Steinarnir tala og Leiðin til Swann“,
„að skilja undraljós“. Greinar um Þórberg Þórðarson, verk hans og hugðarefni, ritstjórar
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Hjalti Snær Ægisson, Reykjavík: Bókmennta- og
listfræðastofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan, 2010, bls. 61–81, hér einkum bls.
68–70.
78 Það er algengt að börn alkóhólista taki að sér ákveðin hlutverk innan fjölskyldunnar
en algengustu staðalmyndir þeirra eru hetjan, trúðurinn, blóraböggullinn, týnda
barnið og hjálparhellan. Jóhanna virðist vera í hlutverki hetjunnar því hún hefur
verið ofur meðvituð um ástand heimilisins, tekið að sér of mikla ábyrgð og reynt