Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 163
KJaRTaN MÁR ÓMaRSSON
162
af því sem gefið er út á þennan hátt ákaflega lítils virði […] Lík-
lega langar Bergsvein helst af öllu að verða níðskáld og snúa öllum
viðteknum hugmyndum á haus […] Undir niðri krauma sárindin
og reiðin og hefta dómgreind hans […] Það hlýtur að teljast frekar
neyðarlegt að hafa gefið út ljóðabók án þess að búa yfir hæfileika
til þess að yrkja af einhverju viti. Hér er vitleysan miklu frekar sett
í orð. Hugsun Bergsveins er óskýr svo vægt sé til orða tekið. Hann
reynir að búa til ný orð eða tilbrigði við eldri orð eða orðasambönd
en honum mistekst það gjörsamlega […] Yrkisefni höfundar eru
sundurlaus en eiga að lýsa einhverju íslensku eins og nafn bókar-
innar gefur til kynna.4
Ritdómur Jóns er óneitanlega skemmtilegur aflestrar þegar hugað er að
vangaveltum Gauta Kristmannssonar um hæfileika í upphafi. Í dag hefur
Bergsveinn Birgisson verið starfandi sem rithöfundur, fræðimaður, greina-
höfundur og þýðandi í tuttugu og fimm ár. Ritaskrá hans telur meðal annars
þrjár ljóðabækur og fjórar skáldsögur, en auk þeirra hefur Bergsveinn skrifað
fjölda fræðigreina sem birst hafa víða. Þá hefur hann hlotið margvíslegar
viðurkenningar fyrir ritstörf sín, meðal annars þrjár tilnefningar til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna, og fyrir skemmstu var hann sleginn til riddara af
Haraldi fimmta Noregskonungi.5
Ljóst er að ofangreindu að Bergsveinn er fyrirferðarmikill höfundur en
þrátt fyrir að hann hafi verið starfandi nokkuð jafnt síðasta aldarfjórðunginn
hefur lítið verið fjallað um hann á fræðilegum vettvangi. að undanskildum
nokkuð greinargóðum ritdómum sem birst hafa um verk hans annars vegar
í Tímariti Máls og menningar en hins vegar í Víðsjá er hann hvergi að finna
4 Jón Özur Snorrason, „að kveða sér hljóðs“, Morgunblaðið, 11. nóvember 1992, bls.
B3.
5 Bergsveinn var meðal annars útnefndur Riddari af fyrsta klassa fyrir rit– og fræði-
störf (Den Konglige Norske Fortjenstorden) árið 2016, sama ár og Leitin að svarta
víkingnum var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna (fræðirit), viðurkenn-
ingar Hagþenkis og Menningarverðlauna DV. Árið 2015 hlýtur hann Rauðu hrafns-
fjöðrina, sama ár og frönsk þýðing Svars við bréfi Helgu hlýtur Prix amphi, bók-
menntaverðlaun, Háskólans í Lille í Frakklandi, þá var sama bók tilnefnd til alþjóð-
legu verðlaunanna International IMPaC Dublin Literary award, þá var bókin Svar
við bréfi Helgu tilnefnd til frönsku bókmenntaverðlaunanna PRIX DU MEILLEUR
ROMaN. 2014 fær Bergsveinn Kvedemannsprisen í Björgvin, Noregi, sama ár og
hann hlýtur frönsku bókmenntaverðlaunin Prix du Cercle de l’Union Interalliée
2014, þá hefur hann hlotið viðurkenningu Rithöfundasambands Íslands (2012),
verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs (2012) og Íslensku bók-
menntaverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt.