Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 165
KJaRTaN MÁR ÓMaRSSON
164
hátíðardag Íslendinga árið 2009. Sú útgáfa var viðburður í lífi ákveðinnar
kreðsu áhugamanna um bókmenntir hér á landi en átti óhjákvæmilega erf-
iðar uppdráttar hjá hinum almenna lesanda – enda listilega tyrfin á köflum.10
Þriðja bók Bergsveins, Svar við bréfi Helgu, sem kom út ári síðar var hins veg-
ar allt að því andyrðing Handbókar um hugarfar kúa, stutt nóvella, upp á rétt
rúmar hundrað síður, og með henni tókst Bergsveini að heilla bæði lærða og
leika. Bókin olli eins konar flóðbylgju á jólabókamarkaði það árið og var ekki
búin að vera í sölu í þrjá mánuði þegar fimmta upplag hennar fór í prentun.
Þá hlaut hún einróma lof gagnrýnenda, tilnefningu til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna, kosningu sem besta skáldsaga ársins að mati bóksala og loks
var farið að snara henni á önnur tungumál örskömmu eftir útkomu hennar.
Móttökur gagnrýnenda hafa því eitthvað mildast. Þá sendi Bergsveinn frá
sér sína þriðju ljóðabók árið 2011 sem kallaðist Drauganet, árið 2015 kom
út Íslendingaskáldsagan Geirmundarsaga Heljarskinns, í kjölfarið kom fræði-
ritið Leitin að svarta víkingnum (2016) og nú síðast skáldsagan Lifandilífs-
lækur (2018). Á fylgjandi síðum verður litið til skáldsagnanna Landslag er
aldrei asnalegt, Handbók um hugarfar kúa og Svar við bréfi Helgu og þeirri
spurningu velt upp hvort laða megi fram nokkur sérkenni sem kenna má við
höfund þeirra og hvort yrkisefni þeirra séu nokkuð jafn „óskýr“ og „sundur-
laus“ og forðum. Til stendur að leita að einhvers konar „höfundi“ í verkum
Bergsveins. Hér er hins vegar hvorki átti við líkamlegan höfund né heldur
ævisögulegan heldur er þess í stað spurt hvort rekja megi einhvern þráð sem
liggi um fyrstu þrjár bækur hans. Það er til ákveðin manngerð sem kemst
klakklaust úr öllum aðstæðum, svo fremi sem hún hafi vasahníf og spotta í
fórum sínum. Skrif Bergsveins kalla þessa manneskju fram í huga mér og ég
bið hana að afsaka þegar ég legg í hann, kortlaus með eintóman póstmód-
ernisma og heterótópíu í vösunum.
Höfundareinkenni
Nú hefur hugtakið „höfundur“ og hvaða skilning skuli leggja í það verið ein
af stóru spurningum bókmenntafræðinnar í tæpa öld. Franski táknfræðing-
urinn Roland Barthes sem var einn af áhrifamestu hugsuðum póststrúktúral-
ískra fræða – ásamt þeim Julíu Kristevu, Jacques Derrida og Michel Foucault
– setti til að mynda hina rómantísku hugmynd um höfundinn sem upphafs-
punkt merkingar úr skorðum með ritgerð sinni „Dauði höfundarins“ fyrir
10 Kjartan Már Ómarsson, „Gesturinn, hjörðin og gvuðið sem neitaði að deyja eða
Sögumenn Handbókar um hugarfar kúa“, Skírnir haust/2017, bls. 168–207.