Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 166
HaNS æR OG KýR
165
sléttum fimmtíu árum. Barthes hélt því fram að höfundurinn, líkt og öll
tákn almennt, væri afurð þess samfélags sem hann sprytti úr og hlyti sökum
þess að teljast menningarsögulega skilyrt fyrirbæri.11 Barthes áleit textann
ekki eiga uppruna sinn í höfundi heldur væri hann óendanlegt samansafn
tilvitnana sem dregnar væru úr ótal menningarmiðjum. Það væri því tungu-
málið en ekki maðurinn sem talaði í textum höfundar. „að gefa texta Höf-
und er að setja honum takmörk, að veita honum endanlegt táknmið og loka
skrifunum“, sagði hann.12 Því boðaði hann samtímis dauða Höfundarins og
fæðingu Lesandans.
Um ári síðar velti Michel Foucault þessari sömu spurningu fyrir sér,
hvað höfundur væri og flutti um það fyrirlestur á málstofu Société française
de philosophie. Í erindinu, sem hann kallar „Hvað er höfundur?“ viðrar
hann þá skoðun sína að ekki sé „nóg að endurtaka innantóm slagorð, að
höfundurinn sé horfinn“ heldur ætti „að finna skarðið sem brotthvarf höf-
undarins skilur eftir sig“ og leiða hugann að „þeirri virkni sem þetta brott-
hvarf dregur fram“.13 Foucault var þeirrar skoðunar að höfundurinn væri
ekki dauður úr öllum æðum enn þótt Barthes væri hálfnaður að negla kistu-
lokið fast. Foucault talaði um höfundarvirkni og benti á að nafn höfundar
gæti í það minnsta þjónað flokkunarfræðilegum tilgangi, að sumum nöfnum
fylgi ákveðið kennivald og það gilti hvort tveggja innan fagur– eða nytja-
texta. Hann varpaði einnig fram spurningunni um skilgreiningu höfundar-
verks, hvort allt sem „höfundur“ festi á blað væri ritverk. Eru til dæmis inn-
kaupa– eða skal–gert–listar höfundar hluti af höfundarverki hans, eða ekki?
Í sem fæstum orðum sagði hann Barthes hafa drepið höfundinn án þess að
gera grein fyrir mismunandi virknieiginleikum hans á mismunandi sviðum.14
Í stað þess að setja upp sorgarborða og syrgja höfund Barthes spurði hann
þess í stað „Hverju skiptir það hver talar“?15
Það er því eitt af þessum eilífðarvandamálum hvaða nafni eigi að nefna
11 Frekari umfjöllun um menningarsögulega skilyrðingu má til dæmis finna í bók Bart-
hes, Mythologies, þýðandi annette Lavers, London: Vintage Books, 2009.
12 Roland Barthes, „Dauði höfundarins“, þýðandi Guðlaug Richter, Spor í bókmennta-
fræðum 20. aldarinnar. Frá Shklovskíj til Foucault, ritstjórar Garðar Baldvinsson,
Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Há-
skóla Íslands, 1991, bls. 173–180, hér bls. 180.
13 Michel Foucault, „Hvað er höfundur?“, Alsæi, vald, þekking, ritstjóri Garðar Bald-
vinsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2005, bls. 69–95, hér
bls. 77.
14 Sama rit, bls. 30.
15 Sama rit, bls. 30.