Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 171
KJaRTaN MÁR ÓMaRSSON
170
er mamma við pottana og þegar ég ætla að faðma hana, þá gríp ég í tómt því
hún er ekki lengur úr efni og spyr hvort ég sé búinn að borða eitthvað og
leysist upp. Hverfur.“30
Handbók um hugarfar kúa er tileinkuð móðurástinni sem er ákveðinn
vísir að því hversu mikið er lagt upp úr hlut móðurinnar. Gestur, aðalper-
sóna bókarinnar, er í tvöföldu hlutverki sem faðir og sonur og foreldrahlut-
verkið tæklað úr tveimur áttum þar af leiðandi. Móðir Gests er svipt forræði
yfir honum þegar hann er í hvítavoðum og amma hans gengur honum í
móðurstað svo ekki falli skuggi á mannorð fjölskyldunnar. Það stafar kulda
af ömmu og stjúpafa Gests og honum líður vægast sagt illa í návist þeirra
eins og sést af lýsingunni á aðdraganda heimsóknar Gests og konu hans til
þeirra. „Það hafði byggst upp í mér spenna í marga daga fyrir þessa heim-
sókn. Við höfðum farið nokkrum sinnum áður til mömmu og pabba og alltaf
hafði Catherine á orði að ég hyrfi frá henni.“31 Samband Gests við „foreldra“
sína getur af sér nokkurs konar vítahring og afleiðingin verður sú að gremjan
sem hann ber í brjósti til þeirra bitnar á hans eigin fjölskyldu, eiginkonu og
dóttur. Samband Gests og eiginkonu hans verður æ raunalegra eftir því sem
Íslandsdvöl þeirra hjóna lengist og sú stund rennur loks upp að kona Gests
getur ekki legið á skoðunum sínum lengur. „Catherine talaði lengi og sagð-
ist halda að þessi Íslandsdvöl ætti eftir að gera út af við samband okkar. Hún
sagði að ég væri kaldur og harður, pirraður yfir smámunum“.32 að endingu
atvikast hlutir svo að kona Gests gefst upp á honum og þau skilja að borði og
sæng. Catherine fer aftur til Englands ásamt dóttur þeirra en Gestur verður
eftir á Íslandi. Hann upplifir því í annað sinn að „móðir“ yfirgefur hann.33 Í
30 Bergsveinn Birgisson, Landslag er aldrei asnalegt, bls. 238. Sögnin að hverfa, eða orðið
„hvarf“ kemur ítrekað fyrir í skáldsögum Bergsveins og hefur ákveðinn merkingar-
auka. Hann virðist nota þetta orð til þess að sýna fram á tilfinningalega fjarveru, skort
á nánd, hvort sem sá sem hverfur sé þolandi eða gerandi. Orðið „hvarf“ verður, í
meðförum Bergsveins, eins konar farangur sem fylgir þunglyndi persóna hans og að-
standenda þeirra og má túlka sem svo að hann sé að reyna að fanga þann skort sem þær
upplifa tilvistarlega, tilfinningalega, og í framtaki sínu. Til dæmis má benda á að talað
er um „hvarf“ í Svar við bréfi Helgu þegar Bjarni segir að konan hans – sem er þung-
lynd – hverfi frá sér. „Hún yfirgaf mig í hinum efnislega heimi“ (21). Hvarfið kemur
sömuleiðis fyrir í Handbók um hugarfar kúa, til dæmis „Þú hverfur frá mér“ (25).
31 Bergsveinn Birgisson, Handbók um hugarfar kúa, bls. 62. Viðbrögð Gests eru ítrekuð
á stöku stað, til að mynda þegar Catherine segir: „[Þ]að er eitthvað meira en lítið
bogið við það hvernig þú verður þegar við erum hjá mömmu þinni og pabba. Þú
hverfur frá mér. Þú verður hvítur í framan og hættir að tala“ (25).
32 Sama rit, bls. 88–89.
33 Það má benda á að endanlegur skilnaður Gests við líffræðilega móður sína verður