Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 173
KJaRTaN MÁR ÓMaRSSON
172
apategund á jarðríki þróað vandlegar með sér hæfileikann til að finnast sem
hún sé útundan frá þessu blessaða samfélagi.“37 Halldór stríðir við þung-
lyndi sökum bældra atburða úr bernsku sinni, hann var lagður í einelti í
skóla og honum enginn kærleikur sýndur á heimili sínu. Þannig stríðir hann
við hvort tveggja neikvæð öfl á félagslegum og einkalegum vettvangi og það
koma dagar þar sem hann liggur í sjálfskipaðri einangrun, bragðar hvorki
vott né þurrt og neitar samskiptum við menn.38
Ég tók að hugleiða ský og liggja í þunglyndi þess á milli þar sem
ég sagði sjálfum mér að ég væri bara ýsukúkur og prump og gegn-
rotinn aumingi og ætti aldrei skilið að eiga kærustu eða tilheyra
fjölskyldu.39
Þunglyndi Halldórs er einnig lýst utanfrá þegar oddviti Hneitisstaðarhrepps,
sem stendur að útgáfu bókar Halldórs (sjá „vélritað“ bréf í upphafi bókar),
skýtur inn uppfyllingarköflum þar sem samhengi brestur í frásögninni, til
dæmis: „[H]ann líkt og missti viljann til lífsins. Halldór hélt til í herberginu
á aðra viku og kom fram á nóttunni til að borða […] Það höfðu alltaf komið
svona dagar inn á milli hjá Halldóri.“40 Skömmin og sjálfsfyrirlitningin er
eitthvað sem Gestur á sameiginlegt með Halldóri og orsakir þeirra má, líkt
og hjá Halldóri, rekja til eins lags frumatburðar, áfalls úr æsku. Lesandi nýtur
þar forréttinda umfram Gest þar sem honum er gefið færi á að lesa bréf sem
fleyga bókina með jöfnu millibili. Þau skrifar raunveruleg móðir Gests og
fjallar hún í þeim um atburði sem áttu sér stað í bernsku hans. Minninguna
hefur Gestur bælt – ásamt því að lifa í lygi „foreldra“ sinna – allt þar til
hann fer í höfuðbeina– og spjaldhryggsmeðferð sem er lýst sem „eins konar
árunudd[i]“ sem losar um kaffærðar minningar og tilfinningar.41
Hægt og bítandi, allt frá upphafssíðum Handbókar um hugarfar kúa, syrtir
í álinn hjá Gesti og hann hverfur æ meira inn í sig, með stigvaxandi sjálfs-
ásökunum, eins og sést ef gripið er niður í bókina með jöfnu bili: „Eftir því
sem á leið magnaðist eitthvert gamalt vonleysi innra með mér“; „Ég var
ekki húsum hæfur, ég var stappfullur af dörtí, slísí kenndum sem ég skildi
37 Bergsveinn Birgisson, Landslag er aldrei asnalegt, bls. 119.
38 Halldór talar til að mynda um að hann hafi sífellt flúið meinið innra með sér í kafl-
anum „Til baka í Geirmundarfjörð“ þar sem hann líkt og sker á meinið og ræðir
ástæður þess að hann hefur átt við þunglyndi að stríða (bls. 227–231).
39 Bergsveinn Birgisson, Landslag er aldrei asnalegt, bls. 229–230.
40 Sama rit, bls. 85.
41 Bergsveinn Birgisson, Handbók um hugarfar kúa, bls. 196.