Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 174
HaNS æR OG KýR
173
ekki hvaðan komu“; „Ég var ekki nema draugur, eða skuggi […] með inni-
lokunarkennd sem óx í sama mæli og skömmin yfir því að vera til“; „Blóma-
angan lagði úr næstu görðum og söng úr trjánum en innra með honum var
allt svart“ og meiri bölmóður í þeim dúr.42 Inn á milli leggst hann svo djúpt
í von– og ráðaleysi að hann tekur upp á að píska sig með viðarhríslu til þess
eins að kenna til, og allt endar svo með algeru niðurbroti þegar hann er
lagður inn á geðdeild.
Líkt og að ofan greinir er látið í veðri vaka að kona Bjarna bónda sé þung-
lyndissjúklingur. Þar er þó önnur leið farin því líðan hennar er eingöngu lýst
utanfrá, af aðstandanda, en sama niðurstaða blasir þó við af lýsingum Bjarna:
„Hún hætti að vilja fara fram úr og vildi ekki taka við fæðunni, komin á
merg sem hún var og dróst þar upp á körinni af ósýnilegum harmi“; „Þessar
hviður sem hlupu í hana enduðu síðan með gráti þar sem hún sakaði sjálfa
sig um að vera geldur gemlingur settur hjá garði“; „Hún bældi innra með
sér sína kröm og sorg sem étur hjartað eins og stendur í Hávamálum“, svo
nokkuð sé nefnt.43 Bjarni á raunar líka sínar ögurstundir þar sem hann talar
um sína „sjúku sjálfspyndingarhugð undir niðri“ og það er reyndar hann sem
sekkur dýpst þegar hann segir: „[I]nni í mér var lífsneistinn kæfður. Ég man
ég reyndi að vera þakklátur fyrir það sem ég hafði, en það var holur hljómur
í hverjum slíkum þanka.“44 Botninum er náð þegar hann kastar sér útbyrðis
úr skektu sinni í því skyni að svipta sig lífi.45
Lífsleiði persóna Bergsveins er af ólíkum meiði. Rekja má upphaf þess
hjá persónum til bældra áfalla úr æsku, eða trámatískra búsifja síðar á æv-
inni, vangetu til tjáningar og jafnvel ytri aðstæðna, því stundum virðist sem
félagslegt umhverfi persóna dragi þær í myrka skel.46 Umhverfið í bókum
Bergsveins ber okkur að þeirri samfélagsádeilu sem birtist á síðum þeirra
leynt og (ofur)ljóst. Eflaust er eitt áleitnasta efni bóka Bergsveins íslensk
menning, þjóðararfurinn og tungan, og það væri vísast hægt að færa rök fyrir
42 Sama rit, bls. 24; 25; 72 og 145.
43 Bergsveinn Birgisson, Svar við bréfi Helgu, bls. 9; 12 og 20.
44 Sama rit, bls. 87 og 92.
45 aukapersónur eru heldur ekki afskiptar gleðileysinu. Presturinn í Landslag er aldrei
asnalegt er þunglyndur; systir Bjarna bónda sömuleiðis, samanber: „Það var í hausn-
um á henni einhver ári og henni hrakaði stöðugt“ (bls. 58), og loks má benda á líf-
fræðilega móður Gests en þunglyndi hennar liggur fyrir í bréfunum sem hún skrifar.
46 Ítrekun á því að Gestur sé breyttur maður eftir komuna til Íslands er til marks um
að ytri aðstæður hafi áhrif á sálarlíf einstaklinga. Þetta má sjá þegar Gestur rifjar upp
orð konu sinnar: „Hún sagði að ég væri gerbreyttur af að vera á þessu landi“. Berg-
sveinn Birgisson, Handbók um hugarfar kúa, bls. 39.