Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 177
KJaRTaN MÁR ÓMaRSSON
176
Báðir eru Gusi og Bjarni aldamótamenn sem hafa séð veröldina, íslenska
menningu, taka óheyrilegum breytingum. Gusi fór á sjóinn þrettán ára og
komst til manns „í þann tíð þegar jólin voru eplakassi sem kom með haust-
skipinu“53 og Bjarni, sem slítur barnsskónum á Kolkustöðum, líkt og áar
hans í níu ættliði fyrir hans dag, hefur lifað tímana tvenna. Hann man þá
tíð þegar bjargráðin voru svo naum að fleiri en ein fjölskylda deildi þaki
og „allt fólkið lá í einni sæng í baðstofunni“ og þegar amma hans „óx úr
grasi var sápa ekki til í sveitinni, föt og rúmklæði voru þvegin upp úr keytu
líkt og tíðkast hafði frá upphafi vega.“54 Bjarni er líkt og Gusi gangandi og
holdi klædd menning „þessarar“ þjóðar, millistykki til fornrar tíðar sem má
hugsa sér að hverfi að þeim báðum gengnum Það tekur enginn við skipi
Gusa fremur en nokkur tekur við búi Bjarna í sögulok. Tími þeirra er liðinn.
Gests er rétt að byrja.
Pómó og heteró. Eða; Þeir hafa leyst listamannakaffihúsin
af hólmi með makkdonaldsjukki
aðalpersónur bóka Bergsveins eru jaðarpersónur af einni eða annarri sort,
karlmenn – Halldór Benjamínsson (Landslag er aldrei asnalegt); Gestur „Sig-
urjónsson“ (Handbók um hugarfar kúa) og Bjarni Gíslason á Kolkustöðum
(Svar við bréfi Helgu) – sem hafa allir á einn eða annan hátt einangrað sig,
nauðugir eða viljugir frá umhverfi sínu, jafnvel tíma sínum. Halldór flýr
mótlætið sem hann verður fyrir í bænum strax og hann lýkur samræmdum
prófum og finnur skjól í „veðravítinu í Geirmundarfirði“ þar sem tíminn
virðist standa í stað.55 Rafmagnið dettur iðulega út og sömuleiðis sjónvarps-
53 Bergsveinn Birgisson, Landslag er aldrei asnalegt, bls. 10.
54 Bergsveinn Birgisson, Svar við bréfi Helgu, bls. 17 og 57.
55 Bergsveinn Birgisson, Landslag er aldrei asnalegt, bls. 229. Hér er útlit fyrir að okkur
Fríðu Björk Ingvarsdóttur greini á. Í ritdómi hennar „Örlagaríkt ástleysi“ sem birtist
í Tímariti Máls og menningar segir hún: „aðalsöguhetjan, Halldór Benjamínsson, er
ungur trillukarl sem varð eftir í sjávarplássi norður við ysta haf er móðir hans og
systkini fluttu brott í kjölfar þess að faðir þeirra dó í vinnuslysi“ (119). Þessu get ég
ekki verið sammála og það helgast af tvennu. Fyrir það fyrsta flytur Halldór í bæinn
ásamt móður sinni, líkast til eftir að faðir hans fellur frá – það er aldrei sagt hreint
út – en snýr aftur einsamall. Sú staðreynd blasir við í kaflanum „Til baka í Geir-
mundarfjörð“ þegar Halldór rifjar upp æsku sína. Hann segir: „Og ég sagði arnheiði
hvernig mér fór að líða illa meðal fólks og hvernig ég fann skjólið hér í veðravítinu
í Geirmundarfirði og þraukaði veturna einungis með það í hugskotinu að komast
hingað norður til Gusa frænda […]“ (bls. 197). Í öðru lagi tel ég að Halldór sé einka-
barn sem ég rökstyð með jólagjafalógíkinni í neðanmálsgrein 29 í þessum skrifum.