Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Qupperneq 178
HaNS æR OG KýR
177
útsendingar í firðinum. Ekki ber heldur á því að menn séu græjaðir öllum
þeim nútímans tækjum sem teljast sjálfsögð, ef ekki beinlínis lífsnauðsynleg
í dag: snjallsímum, fartölvum, æpöddum og –poddum og öðrum stafrænum
framlengingum mannsvitundarinnar. Yngsta bókin í Lestrarfjelaginu er,
svo ekki verði um villst: „frásagnir Árna Óla frá 1955, frá þeim tíma þegar
Hneitisstaðahreppur fór að missa íbúana suður í sæluna í Reykjavík.“56 allt
um það er hægt að setja innri tíma verksins með nokkurri vissu niður frá
miðbiki tíunda áratugarins allt til ársins 2003 þegar nær öll þessi raftæki
voru komin í umferð að einhverju leyti. Skáldið Snægrímur, sem er skoð-
anabróðir og eins konar yngri útgáfa af prestinum í Landslag er aldrei asnalegt
segir til að mynda á einum stað: „[E]kkert nema skömm fyrir Íslending að
koma til Reykjavíkur, þessarar one night standtown eins og hún er auglýst
á Netinu. Þeir hafa leyst listamannakaffihúsin af hólmi með makkdonalds-
jukki“.57 Það var ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson sem beit í fyrsta
makkdónaldsborgarann þann níunda september árið 1993 eins og margur
kann að muna og svo má finna kæru jafnréttismála á hendur Flugleiða hf.
og Icelandair vegna auglýsingar þeirra undir vígorðunum: „Fancy a dirty
weekend in Iceland“, „One Night Stand in Reykjavík“ og fleira úr sömu
bók, frá árinu 2003.58 Það er því ljóst að þessi flótti frá samtímanum stafar
af vali (sögu)höfundar og sögupersónu en ekki af nauðsyn.59 Þennan flótta,
félagslegan og samtímalegan má einnig finna í Handbók um hugarfar kúa þar
sem flóttinn er frekast byggður á gagnrýni og afneitun á samtímanum sem
endar með algerri félagslegri sóttkví Gests og í Svar við bréfi Helgu þar sem
sögusviðið er gamli tíminn í sveitinni. Bréf Bjarna rúmar lungann úr 20.
öldinni og þar eru gerð skörp skil milli tímanna tveggja með því að mæra
þá veröld sem var og þá fornu speki sem Bjarni bóndi heldur dauðahaldi í
56 Bergsveinn Birgisson, Landslag er aldrei asnalegt, bls. 64.
57 Sama rit, bls. 57.
58 Sjá andri Árnason, Ragnheiður Thorlacius og Þuríður Jónsdóttir, „Álit kæru-
nefndar jafnréttismála, mál nr. 4/2003 a gegn Flugleiðum hf. og Icelandair ehf“,
stjornarradid.is, 2003, sótt 19. júní 2020 af https://www.urskurdir.is/felagsmala/ka-
erunefndjafnrettismala/nr/1529. Þá má benda á grein Úlfhildar Dagsdóttur „Nátt-
úrulega svalt. Íslensk náttúra, næturlíf og nautnir í boði Flugleiða“ sem birtist í
Lesbók Morgunblaðsins 19. október 2002, bls. 4–5 og eins grein Heiðu Jóhannsdóttur
„Under the Tourist Gaze. Reykjavík as the City that Never Sleeps“ úr The Cultural
Reconstruction of Places, ritstjóri Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: University of Icel-
and Press, 2006, bls. 111–121.
59 Þetta minnir einnig á kvikmyndir Dags Kára Péturssonar og aki Kaurismäki til
dæmis, þar sem ákveðið tímaleysi er áberandi, það er alltaf eins og persónur þeirra
hafi orðið útundan í tæknikratískri þróun sögunnar.