Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 186
Ana Stanićević
Um tilurð hnatta og handsaumaðra útgáfna
Stærstu spurningarnar og minnstu forlögin
Ljóðaupplestur: Rithöfundur situr við borð, opnar bók og flettir henni til að
finna rétta ljóðið. Blöðin eru laus og hann skoðar fyrst eitt og síðan annað.
Hann velur á endanum ljóð sem fellur að smekk hans, horfir á blaðið og um
leið og hann dregur andann til þess að lesa færir hann blaðið að munninum
og bítur, tyggur. Hann er hugsi og eins og hann smakki á hverju orði áður
en hann kyngir því. Hann bítur aftur og tyggur, þangað til hann er búinn
að borða allt blaðið og kyngja síðasta orðinu í ljóðinu. Hann stingur hinum
blöðunum aftur inn í bókina og lokar henni.
Hér er lýst gjörningi danska rithöfundarins og listamannsins Mortens
Søndergaard. Gjörningurinn var tekinn upp á myndband og gefinn út á
vegum danska örforlagsins Laboratoriet for Æstetik og Økologi (Tilrauna-
stofa í fagurfræði og vistfræði). Um er að ræða „upplestur“ úr ljóðabókinni
Sugar Poems (Sykurljóð, 2017)1 eftir höfundinn. Bókin er gerð úr sykri og var
gefin út í 40 eintökum. Ljóðabókin er hluti af stærra verkefni höfundarins,
sýningunni Sugar Theater (Sykurleikhús, 2017–2018),2 sem rannsakar áhrif
sykurs á líkama mannsins og er unnið í samstarfi við sama örforlag, Heilsu-
og læknisfræðideild Kaupmannahafnarháskóla og Læknisfræðisafnið. Þetta
er dæmi um verk sem brýtur upp hefðbundnar hugmyndir um hvað bók,
bókmenntir eða upplestur eru. Verk af þessum toga má finna víðar hjá ör-
forlögum samtímans sem byggja iðulega á annarri aðferðafræði en stóru
forlögin, leitast við að endurskilgreina sjálfa útgáfustarfsemina og sprengja
1 „Sugar Poems“, Laboratoriet for Æstetik og Økologi, sótt 15. júlí 2020 af http://www.
labae.org/past#/sugarpoems.
2 „Sugar Theater“, Laboratoriet for Æstetik og Økologi, sótt 15. júlí 2020 af http://www.
labae.org/past#/sugar-theater.
Ritið
2. tbl. 20. árg. 2020 (185-214)
Ritrýnd grein
© 2020 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.20.2.8
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).