Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 188
UM TILURð HnATTA OG HAnDSAUMAðRA ÚTGáFnA
187
og menningarstraumum. Hefðbundna stöðu Danmerkur sem miðstöðvar
og drifkrafts nýrra fagurfræðilegra strauma á norðurlöndum má rekja aftur
til tímabils sögulegu framúrstefnunnar, þegar Kaupmannahöfn var mikil-
vægur mótsstaður danskra, norskra, sænskra, íslenskra og ekki síst alþjóð-
legra listamanna. Leið nýrra strauma í bókmenntum og listum lá þannig
jafnan um Kaupmannahöfn.6 Staðan er ekki mjög breytt í dag. Danmörk,
einkum Kaupmannahöfn, gegnir áfram lykilhlutverki sem miðstöð nýrra
listrænna strauma á norðurlöndum, ekki síður í örforlagaheiminum en á
öðrum sviðum.
Þær breytingar sem verða á bókmenntavettvanginum með tilkomu ör-
forlaga ganga út á áherslur sem lagðar eru á: bókverk, takmarkað upplag, til-
raunakennd form og fagurfræði, stefnumarkandi texta og gjörninga og loks
annars konar dreifingu verka. Örforlögin standa í andófi gegn meginstraum-
um og einokun stórforlaga, sem talin eru einkennast af fjöldaframleiddum
bókum og einsleitara bókmenntaúrvali. Örforlögin snúa sér að útgáfu þess
sem þau kalla „gæðabókmenntir“, annaðhvort eftir nýja höfunda eða eldri
og gleymda höfunda, stundum með áherslu á þýðingar verka eftir erlenda
höfunda. Samvinnan við höfundinn er mjög náin og verkið er oft handgert
eða vandlega hannað. Útgefendurnir starfa sjálfstætt og því er dreifing bóka
gjarnan óhefðbundin og fer ýmist fram í útgáfuhófi, á bókamessum eða hjá
útgefandanum sjálfum, sem oftast hefur í för með sér að lesandinn verður
að þekkja til viðburðanna eða örforlaganna til þess að geta nálgast eintak af
verkunum. Þessi stefnubreyting á menningarvettvanginum er í takt við svo-
kallaða valsældarhyggju (e. alternative hedonism) sem er nýr lífsstíll og ein-
kennist af aukinni vistfræðilegri vitund og felur í sér að einstaklingur finnur
nautn í því að neyta minna og á annan hátt. Í þeim andkapítalísku viðhorfum
sem setja mark sitt á hugmyndafræði örforlaga koma undirstöðuhugmyndir
valsældarhyggjunnar fram. Segja má að sú afstaða sem hér birtist sé runnin
frá efra lagi hinnar menntuðu millistéttar, því það er einkum þessi hópur
sem nýtur hins nýja vinsæla lífsstíls og er upptekinn af „gæðabókmenntum“.
Ef smekkur þessa hóps er tekinn til athugunar mætti segja að gæðin séu
að mörgu leyti skilgreind út frá loftslagsafstöðu eða -inntaki verks. Í þessu
6 Hubert van den Berg og fleiri, „Preface“, A Cultural History of the Avant-garde in
the Nordic Countries 1900-1925, ritstjórar Hubert van den Berg, Irmeli Hautamäki,
Benedikt Hjartarson, Torben Jelsbak, Rikard Schönström, Per Stounbjerg, Tania
Ørum og Dorthe Aagesen, Amsterdam og new York: Brill Rodopi, 2016, bls. 9–17,
hér bls. 11.