Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 190
UM TILURð HnATTA OG HAnDSAUMAðRA ÚTGáFnA
189
frá nýjum neysluháttum og sýna fram á að vöxtur örforlagastarfseminnar á
síðustu árum er einn angi hinnar nýju valsældarhyggju. Með öðrum orðum,
vistfræðivitund og nautn sem er fólgin í öðruvísi neysluvenjum og gengur
oft út á umhverfisvænni og minni neyslu, fellur vel við áhuga á takmörkuðu
upplagi bókverka úr umhverfisvænum efnum. Aðrir þættir örforlagastarf-
seminnar, svo sem dreifing bóka sem oftast er beinni og persónulegri hjá
örforlögum (ósjaldan kaupir lesandinn beint af útgefandanum, rithöfund-
inum eða á bókahófi), eru einnig í samræmi við valsældarhyggju og kröfu
neytenda um að fá vörur „beint frá býli“, sem andsvar við fjöldaframleiðslu.
Laboratoriet for Æstetik og Økologi
Örforlög skilgreini ég sem sjálfstæð forlög sem stefna ekki að arðsemi og
starfa fremur eftir framúrstefnuhefð sem stefnir að umbyltingu ríkjandi
fagurfræði og menningarstrauma.9 Þau spretta upp sem viðbrögð við ein-
okun stóru forlaganna sem verða æ stærri og kaupa upp minni forlög. Þetta
leiðir til þess að stórforlög verða svo stór að þau telja sig hvorki geta leyft sér
að gera tilraunir, né að gefa út bækur sem eru ekki öruggar metsölubækur.
Þetta rýrir úrval og fjölbreytni í bókaútgáfu og hjá sjálfstæðum forleggj-
urum birtist þörf fyrir að takast á við það sem rúmast ekki innan megin-
straumsins.10 Til þess að geta tekið afstöðu gegn stórforlögum og um leið
staðsett sig innan menningarvettvangsins þurfa örforlög að beita ákveðnum
9 Örforlög hafa verið skilgreind á ýmsa vegu í gegnum tíðina, sjá til dæmis: John B.
Thompson, Merchants of Culture. The Publishing Business in The Twenty-First Century,
Cambridge: Polity, 2010; Charles Bernstein, „Provisional Institutions. Alternative
Presses and Poetic Innovation“, Arizona Quarterly 51: 1/1995, bls. 133–146; Loss
Pequeño, Small Press. An Annotated Guide, Westport: Greenwood Press, 1992; Do-
nald R. Armstrong, Book Publishing. A Working Guide for Authors, Editors and Small
Publishers, Texas: D. Armstrong Book Printers and Publishers, 1990; Bill Handerson,
„The Small Book Press. A Cultural Essential“, The Library Quarterly 54: 1/1984, bls.
61–71. Um skilgreininguna á framúrstefnu, sjá: Peter Bürger, „Sjálfstæði listarinnar
og vandi þess innan borgaralegs samfélags“, þýðandi Benedikt Hjartarson, Ritið
1/2006, bls. 227–250 (frumrit á þýsku frá árinu 1974); Hal Foster, „Hver er hræddur
við framúrstefnuna?“, þýðandi Steinunn Haraldsdóttir, Ritið 1/2006, bls. 251–282
(frumrit á ensku frá árinu 1996).
10 Hjá Gyldendal komu til að mynda einungis út þrír nýir höfundar árið 2019 eins og
ritstjórinn Simon Pasternak ræddi um í viðtali í ríkisútvarpi Danmerkur, 6. janúar
2020, sótt 26. júlí 2020 af: https://www.dr.dk/radio/p1/kulturen-pa-p1/kulturen-
pa-p1-2020-01-06. Samkvæmt fyrri ritstjóra forlagsins, Johannes Riis, eru ljóða-
bækur, þýðingar og tilraunakenndar bókmenntir yfirleitt of mikil áhætta fyrir for-
lagið en Riis sagðist í fyrirlestri vera feginn að örforlögin komi í staðinn og taki þessi
verkefni að sér (samanber fyrirlestur haldinn á árlegum fundi Bókmenntastofnunar
á Hald Hovedgaard 14. september 2019).