Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 192
UM TILURð HnATTA OG HAnDSAUMAðRA ÚTGáFnA
191
Laboratoriet for Æstetik og Økologi rannsakar bræðinga og fjöltegundir og
sprengir mörk hefðbundins forlags. Forlagið framlengir textana og víkkar út
verkin. Það skipuleggur sýningar og gjörninga og notast við tilraunakennd
form. Forlagið leitast einnig við að afmá mörkin á milli vísinda og bók-
mennta. Auk þess sem það reynir að má út mörkin á milli tegunda, bæði í
textum og í reynd. Mannaldarhugmyndir þess eru sýnilegar á öllum stigum
starfseminnar, bæði í efnislegri gerð og inntaki.
Fagurfræðilega séð eru útgefin verk forlagsins oft búin til úr endurunnum
pappír og pappa og við fyrstu sýn eru skilaboðin augljós. Til dæmis er Bæ-
reposeteorien om fiktion (Burðarpokakenningin um skáldskap) eftir Ursulu K. Le
Guin í brúnu pappaumslagi og síðurnar eru handsaumaðar saman. Annað
verk, fermenting feminism (gerjunarfemínismi) eftir Lauren Fournier, lítur úr
eins og stílabók með forsíðu sem er límd saman og handskorin en papp-
írinn er þunnur og virðist vera endurunninn. Fyrir utan efnið sem notað
er í bækurnar fylgja þeim oft aukahlutir. Til dæmis má nefna að bókinni
R.A.W. Assmilk Soap (R.A.W. Asnamjólkursápa) eftir Karin Bolender, sem
var gefin út í takmörkuðu upplagi, fylgdi handgerð sápa. Bókin Astroøkologi
(Stjörnuvistfræði) eftir sænska höfundinn Johannes Heldén kemur í kassa og
samanstendur af tveimur hlutum: bók og orðlista sem einnig hafa á sér blæ
endurvinnslu, úr brúnum pappa og endurunnum pappír, en þeim fylgir líka
börkur beint af tré. áherslan er oftar en ekki á efni sem er ýmist komið beint
úr náttúrunni, endurunnið eða handgert. Hluturinn gefur færi á að upplifa
bókmenntir á annan hátt og setja sig í bein tengsl við náttúru. Útgáfurnar
eru jafnan mjög einfaldar, hvítar, litlar bækur sem líkjast bæklingum. Þær eru
stílhreinar og mínímalískar með smekklegt þrykk á forsíðunni, oft í svörtu,
eða bera einungis titil verks og nafn höfunda(r).
Eitt hinna útgefnu verka er Natteliv (Næturlíf) eftir Marie Hjørnet niel-
sen. Verkið er hluti af stærra verkefni, Hydra, og kom út á örforlagahátíðinni
Lille Bogdag árið 2019 „á meðan tunglið var í vatnsbera“ eins og segir á
vefsíðu forlagsins. Slíkar tengingar útgáfu við náttúrufyrirbæri eru ekki óal-
gengar í starfsemi örforlaga. Íslenska örforlagið Tunglið byggist til að mynda
á þeirri hugmynd að gefa út bækur á fullu tungli. Tengslin við náttúruna
org/hydra (þegar heimasíðan var síðast skoðuð 15. júlí 2020 var tilvitnunin ekki
lengur þar). Frumtextinn: „Vi arbejder med udstillinger, udgivelser og samtaler i
et tværfagligt felt af koblinger mellem discipliner, arter, stemmer. Utro mod gen-
rer strejfer de omkring i komplekse sammenvævninger af flerartede fortællinger. Vi
forsøger at vedblive i det besværlige ved at (re)præsentere mere-end-menneskelige
historier, fordi vi tror på disse som potentielle helende praksisser på en såret planet.“