Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 200
UM TILURð HnATTA OG HAnDSAUMAðRA ÚTGáFnA
199
Norræn forlög á mannöld
Laboratoriet for Æstetik og Økologi er dæmi um örforlag sem tekur við-
fangsefni mannaldar alvarlega og vinnur meðvitað með þau á öllum stigum
starfseminnar. nefna má dæmi um mörg önnur norræn örforlög með slík
sjónarmið að leiðarljósi. Þannig má hér benda á fleiri leiðir en áður hefur
verið minnst á sem snúa að hinu fagurfræðilega og efnislega. Danska örfor-
lagið Ekbátana lýsti því til dæmis opinberlega yfir á félagsmiðlum að það
sé komið í samvinnu við KLS PurePrint A/S, sem er ein af þremur prent-
smiðjum í heiminum með 100% lífrænt niðurbrjótanlegt prent, og kynnti
með stolti að allar framtíðarútgáfur verði prentaðar þar.24 árið 2018 gaf ís-
lenska örforlagið Tunglið út bók eftir Dag Hjartarson, Því miður, sem var
kolefnisjöfnuð.25 Hægt var að panta bókina hjá útgefanda á netinu, þar sem
gagnrýni á neyslusamfélagið var tekin skrefinu lengra með írónískri Dom-
ino’s pizzu-myndhverfingu, sem einnig prýddi bókarkápuna. Hægt var að
fá tvennutilboð á bókinni og spara 1 íslenska krónu eða velja kantolíu. Í
lok pöntunar var gefinn kostur á að kolefnisjafna bókina fyrir 200 íslenskar
krónur.26 Meðgönguljóð, ljóðabókasería sem síðan hefur þróast yfir í íslenska
örforlagið Partus, samanstendur af handsaumuðum bókum og smásagna-
serían, Meðgöngumál, ber merki endurunninnar fagurfræði í formi lítilla
bóka með kápum sem gerðar voru úr brúnum, endurunnum pappa.27 Litlar
bækur, af þessu tagi, eru alls ekki óalgengar í örforlagaheiminum. Þannig
hefur danska örforlagið Organiseret Vold Begået Imod Den Almindelige
Tale28 til að mynda gefið út svipaðar handsaumaðar bækur og árið 2012, á
sýningunni Kunst og bøger (List og bækur), efndi það til gjörnings þar sem for-
24 „Forlaget Ekbátana“, Facebook, 7. september 2019, sótt 15. júlí 2020 af https://www.
facebook.com/forlagetekbatana/.
25 Ragna Gestsdóttir, „ný kolefnisjöfnuð bók frá Degi Hjartarsyni“, DV, 29. október
2018, sótt 15. júlí 2020 af https://www.dv.is/fokus/2018/10/29/ny-kolefnisjofnud-
bok-fra-degi-hjartarsyni/.
26 Hlekkur til að panta bókina: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLS-
ftHSbcuzQLHeVRvSgI-8FHthZKc8IMnjnidvPEoD0EmfdlyQ/viewform.
27 Um notkun jaðartextans í starfsemi norrænna örforlaga, sérstaklega íslensku örfor-
laganna Meðgönguljóða og Tunglsins má lesa meira í: Ana Stanićević, Hið föla skin
tunglsins hlífir engum: jaðarfræðirit. Jaðartexti norrænna örforlaga í samtímanum,
meistararitgerð í norðurlandafræðum við Háskóla Íslands, 2017, aðgengileg á
https://skemman.is/handle/1946/27213.
28 Louise Folker Christensen, „Forlaget OVBIDAT bedriver litterær aktivisme“,
Politiken, 3. janúar 2015, sótt 15. júlí 2020 af https://politiken.dk/kultur/boger/int-
erview_boger/art5558992/Forlaget-OVBIDAT-bedriver-litterær-aktivisme.