Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 203
AnA StAnićević
202
MánI: Ég á við öll kvendýr, alla kvenmenn, allar hjartarkýr, allar
kvenskjaldbökur, allar hvalkýr, öll dýr sem eru, eða geta orðið,
mæður. Þær líta öðruvísi á mig. Eins og ég væri í lagi. Þegar þær
kíkja, slaka ég á.
EGG: Og hafið, hvað er eiginlega með hafið?
MánI: Úff nei, nefndu ekki hafið. Það er svo örvæntingarfullt að
það gerir mig fölan og auman. Teygir sig að eilífu og alltaf á móti
mér, sýnir enga kurteisi.
EGG: En hafinu finnst þú fínn eins og þú ert. Hafið ELSKAR þig,
trúðu mér!32
Manneskjan er ekki lengur í aðalhlutverki öllum stundum og aðrir hlutir
og fyrirbæri úr náttúrunni eru sett í sviðsljósið í þeim tilgangi að vekja sam-
kennd hjá fólki með þeim.
Vistfræðileg vitund skín í gegn á fleiri vegu, eins og sjá má dæmi um hjá
danska örforlaginu Ekbátana. Forlagið hefur gefið út bókina Det var ikke pla-
nen at købe kålroer (Það var ekki ætlunin að kaupa gulrófur) eftir Anders Haahr
Rasmussen, sem ber undirtitilinn „kogebogsroman“ eða „matreiðsluskáld-
saga“. Aðalpersónan er ung kona að nafni Amanda sem er grænmetisæta og
eldar mat í hverjum kafla bókarinnar og hver kafli hefst á uppskrift að þeim
rétti sem verður fyrir valinu hverju sinni. Kaflarnir eru nefndir eftir þeim
réttum sem eru búnir til í þeim, rétt eins og í matreiðslubók. Aðalpersónan
er mjög meðvituð ung kona sem stendur ekki á sama um matarsóun og áhrif
manna á jörðina. Þetta viðhorf kemur fram í undirliggjandi rödd sem fylgir
frásögninni á meðan hún eldar. Forlagið Ekbátana lætur ekki staðar numið
þar, heldur býður upp á sérstaka upplestrarupplifun. Upplesturinn felst í
því að boðið er upp á fjögurra rétta máltíð sem kemur beint úr bókinni og
fylgir uppskriftum Amöndu. á meðan boðsgestirnir gæða sér á hverjum og
einum rétti, les rithöfundurinn upp þann kafla sem geymir uppskrift að rétt-
inum sem þeir eru að njóta. Bókin er tekin út fyrir ramma blaðsíðnanna og
verður að gjörningi. Lesendurnir fá að bragða á bókinni og setja sig í spor
32 Shekufe Tadayoni Heiberg, Æg, Kaupmannahöfn: Forlaget Uro, 2017, bls. 95.
Frumtextinn: „MÅnE: Jeg mener alle hundyrene, hunmennesker, hunhjorte, hun-
skildpadder, hunhvaler, alle dem der er, eller kan blive, mødre. De ser anderledes på
mig. Som om jeg er ok. når de kigger, slapper jeg af.
ÆG: Og havet, hvad egentlig med havet?
MÅnE: Uf nej, nævn ikke havet. Det er så desperat at det gør mig bleg og dårlig.
Strækker sig evig og altid imod mig, har ingen pli.
ÆG: Men havet kan jo netop li dig som du er. Havet ELSKER dig, tro mig!“