Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 204
UM TILURð HnATTA OG HAnDSAUMAðRA ÚTGáFnA
203
aðalpersónunnar; komast nær henni. Um leið fá þeir framreidda fulla græn-
metismáltíð, sem í sjálfu sér mætti kalla aðgerðasinnaðan gjörning. Rætur
þess að innlima mat í umhverfi listarinnar má rekja til framúrstefnunnar,
frá því að skrifað var um óvenjulega rétti í stefnuyfirlýsingum fútúrista til
hreyfinga eins og Fluxus á sjöunda áratugnum, sem lögðu áherslu á „matar-
list“ (e. eat art), eða það að innbyrða matvæli á listrænu formi.33 Þetta er
dæmi um endurkomu matvæla í listum, skrifum og gjörningum á vegum
örforlaga, sem vekur athygli og leiðir í ljós hugmyndir sem skipta máli um
þessar mundir – val um grænmetisfæði, og ekki síður lífsstíll grænkera (e.
veganism), sem leið til að minnka kolefnisspor okkar.
Þrátt fyrir að náttúran hafi löngum heillað rithöfunda og skáld og ósjald-
an verið efni í skrifum þeirra, hefur hún nú fengið nýtt hlutverk. Um er að
ræða aðra nálgun höfunda á náttúruna, þar sem hún er lifandi á sama hátt
og manneskjur, og ekki-mannlegum einingum er gefið meira vægi. Þetta
eru aðgerðasinnaðar bókmenntir sem reyna á sinn hátt að breyta orðræðu
og um leið upplifun manna á umhverfi sínu í von um að breyta hegðun
þeirra líka. Danska örforlagið Virkelig gaf nýlega út þýðingu á bók eftir kín-
versk-bandaríska rithöfundinn Mei-Mei Berssenbrugge Hallo, roserne (Sælar,
rósirnar) sem gefur plöntum rödd og eignar þeim vilja. Þær eru félagsverur
sem eiga í samskiptum eins og manneskjur og þessar tvær tegundir eiga líka
samtal í ljóðabókinni:
Þetta skynjaða mikilvægi magnast við að sjá rósina, af því að ljós í
DnA frumum mínum nemur tíðni ljósbylgna frá blóminu eins og
heilmynd.
Öll rósin, krónublöðin í lofti sem hreyfast, af því að ilmur
skráist eins og kúla, svo þegar ég kalla fram tilfinninguna, snerti
ég hið margvíða.34
Forlaget Virkelig hefur einnig gefið út rit eftir Ursulu K. Le Guin sem er
mikil fyrirmynd örforlagsins Laboratoriet for Æstetik og Økologi. Þetta er
33 Cecilia novero, Antidiets of the Avant-Garde. From Futurist Cooking to Eat Art, Min-
neapolis: University of Minnesota Press, 2010, bls. xiii.
34 Mei-Mei Berssenbrugge, Hallo, roserne, þýðandi Sofie Isager Ahl, Kaupmannahöfn:
Forlaget Virkelig, 2019, bls. 79. Frumtextinn: „Denne følte betydning ved synet
af rosen forstærkes, fordi lys i / Mine cellers DnA modtager lysfrekvenserne fra
blomsten som / Et hologram. // Hele rosen, kronblade i luft der bevæger sig, fø-
lelsen af duft / Registreres som en sfære, så når jeg genkalder følelsen, berører / Jeg
det flerdimensionelle.“