Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 205
AnA StAnićević
204
ekki einstakt dæmi og benda má á að örforlög samtíma okkar, ásamt höf-
undum þeirra, tengja sig við verk Le Guin vegna íkónískrar stöðu hennar
innan náttúruverndarhreyfingarinnar almennt. Auk þess má segja að hún
gegni hlutverki kennivalds eða einskonar andlegrar fyrirmyndar, sem þau
geta stutt sig við ásamt kenningum hennar, sem taldar eru eiga brýnt erindi
í dag.35 Þetta gerir þeim kleift að staðsetja sig innan ákveðinnar hefðar um-
hverfisverndarorðræðu og færir þeim menningarlegt auðmagn. Í einni þýð-
ingu á verki eftir Le Guin sem Forlaget Virkelig hefur gefið út, Acaciefrøernes
forfatter (Höfundur akasíufræjanna), reynir flokkur fræðimanna að lesa texta
sem er skrifaður af maurum. Örforlagið hefur einnig, í samstarfi við Labo-
ratoriet for Æstetik og Økologi, gefið út Bæreposeteorien om fiktion eftir Le
Guin, sem í kjölfarið hefur haft mikil áhrif á skáld og örforlög í Danmörku.
Til dæmis má nefna að verk forlagsins Uro, sem kom út árið 2019, sótti inn-
blástur í þetta rit og heitir „Bær 1“ (Ber 1) eftir Shëkufe. Bókin var handgerð
og gefin út í einungis tíu eintökum og fékkst í taupoka. Þetta má lesa sem
vísun í rit eftir Le Guin sem fjallar um burðarpoka til að bera ber og önnur
fyrirbæri sem fólk safnar. Le Guin skrifar um burðarpoka sem fyrsta nauð-
synjahlut mannkynsins, og hafi komið á undan spjótum og veiðimenningu.
Le Guin líkir þessu við kvenkynið og undirstrikar mikilvægi þess. Með því
að lýsa yfir á samfélagsmiðlum að bókin sé innblásin af verki Le Guin skrifar
örforlagið sig inn í þessa stefnu og staðfestir feminíska afstöðu sína.
Þörfin fyrir að endursegja söguna á annan hátt, sem einkennir skáld-
skap Ursulu K. Le Guin og birtist einnig í skrifum Donnu Haraway, mótar
nýjustu hugleiðingarnar um náttúru sem enduróma í listum og bókmennt-
um samtímans. Hugmyndir um „dökku vistfræðina“ (e. „dark ecology“) og
mannkynið og náttúru sem eina heild, eins og Timothy Morton hefur fjallað
um,36 breiðast út í bókmenntum norðurlanda. Fyrirbærið „samþætting“ (e.
„mesh“) sem gengur út á að allar lífverur á jörðinni, lifandi og ekki-lifandi,
séu samtengdar,37 hefur einnig borist út á jaðar norræna svæðisins. árið
2018 gaf færeyska örforlagið Eksil út ljóðabókina Korallbruni (Kóralbruni)
eftir Önnu Malan Jógvansdóttur, sem fjallar um ljóðmælanda sem drukknar
í hafinu til að leysast upp og verða eitt með náttúrunni. Ljóðabókin byrjar á
því að ljóðmælandinn finnur fyrir hafinu í sjálfri sér, sem dregur hana að því:
35 Siobhan Leddy, „We should all be reading more Ursula Le Guin“, the Outline, 28.
ágúst 2019, sótt 15. júlí 2020 af https://theoutline.com/post/7886/ursula-le-guin-
carrier-bag-theory.
36 Timothy Morton, The Ecological Thought, Cambridge, MA: Harvard University
Press, 2010, bls. 59.
37 Sama heimild, bls. 29.