Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 207
AnA StAnićević
206
streymi
langt
burt
frá
landi
ég
er
blá41
Í þessum ljóðabálki er órjúfanlegum tengslum okkar við náttúruna lýst en
hann er einnig myndskreyttur með teikningum af kóröllum og þangi sem
vex út úr mannslíkama.
Örforlagið Eksil hefur einnig víkkað út starfsemi sína með því að skipu-
leggja gjörninga og hátíðir en þannig hefur það gert gjörningsþáttinn sýni-
legan. Skýrt dæmi um þverfaglegan gjörning í faðmi náttúrunnar er hátíðin
„Always Coming Home“ („Alltaf á heimleið“) á vegum Eksil, í samstarfi
við Laboratoriet for Æstetik og Økologi, sem var partur af tónlistarhátíð-
inni G! Festivalur og fór fram í júlí 2019 í Gøtu í Færeyjum. Titillinn er
vísun í samnefnt verk Ursulu K. Le Guin og enn og aftur er þetta leið til að
skrifa sig ekki aðeins inn í náttúruverndarstefnu, heldur líka inn í örforlaga-
starfsemina í Kaupmannahöfn, helstu miðstöð slíkrar starfsemi á norður-
löndum. Tilgangur hátíðarinnar var að endurhugsa hugtakið heim á tímum
loftslagsbreytinga af mannavöldum og leiða listir og vísindi til samtals sem
gæti leitt til betri skilnings á efninu.42 Af þessu tilefni komu saman listamenn
og aðrir þátttakendur frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Þeirra á meðal
var kanadískt vistfræðiskáld frá Íslandi, angela rawlings, sem efndi til gjörn-
ings á ströndinni í Gøtu, sem fjallaði um breytingar í heimshöfunum vegna
loftslagsáhrifa. Gjörningurinn er hluti af stærra verkefni sem gefið var út á
bók af Laboratoriet for Æstetik og Økologi, Sound of Mull (Hryggjarhljóð). Í
verkefninu rannsakar a rawlings hvernig megi sviðsetja „tímatal jarðar“ (e.
„geochronology“) á mannöld meðfram ströndum norður-Atlantshafsins. Hér
má meðal annars finna þessa æfingu:
41 Sama rit, bls. 49. Frumtextinn: „eg / eri / blá // streymi / langt / vekk / frá / landi //
eg / eri / blá“.
42 „Í upphafi var orðið økologi (vistfræði) þar sem oikos á grísku þýðir heim.“, segir í
kynningartextanum um hátíðina sem má lesa á vefsíðu G! Festivalur. „Always Com-
ing Home! – Bókmenntir, prát, framsýningar og list“, gfestival.fo, 2019, sótt 15. júlí
2020 af https://gfestival.fo/news/446.