Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 209
AnA StAnićević
208
Kæra M.
nú leikur bleikt gas kvöldsins um aldnar kinnar mínar. Ylurinn
hvílir þungt innan í mér og ofan á mér. Hugsaðu um strendurnar
eins og búning, sem við öll, höfin, sveipum okkur.
Þú verður ekki einmana, því lofa ég þér.
Við verðum spákúla, auga, móðir.
Þín,
Systir45
á hátíðinni var einnig fluttur fyrirlestur um þang og möguleika þess að
hreinsa hafið af mengun, auk þess sem boðið var að smakka rétti úr þangi.
nýjar og fjölbreyttar leiðir til að neyta og njóta náttúrunnar voru kynntar og
þetta er ekki einstakt dæmi um framtak af þessu tagi. Í þessari nýju náttúru-
neysluhyggju virðist öll náttúruvitundin bundin í neyslu og þessi nýja neysla
verður að einhverskonar hreinsandi helgiathöfn. Þverstæðurnar verða aug-
ljósar þegar horft er til þess hvernig gagnrýnin á neysluhyggjuna virðist
oftast sett fram sem annars konar neysla.
Staðbundnar listasýningar og þverfaglegar hátíðir eru smám saman aftur
að ná fótfestu á norðurlöndum, eftir að framúrstefnuhópar eins og Hel-
hesten46 í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari, Cobra47 og skandinavísku
sitúasjónistarnir48 höfðu rutt brautina með slíkri starfsemi á eftirstríðstím-
anum og Fluxus49 fylgdi í kjölfarið á sjöunda og áttunda áratugnum. Þessar
45 Sama rit, bls. 64. Frumtextinn: „Kære M. // nu stryger aftenens lyserøde gas mine
gamle kinder. Varmen ligger tung i mig og oven på mig. Tænk på kysterne som et
kostume, alle vi have er forklædte. // Du bliver ikke ensom, det lover jeg dig. // Vi
bliver en spejlkugle, et øje, en mor. // Din, / Søster.“
46 Sjá Kerry Greaves, „Smile at the World, and It Will Laugh at You – Helhesten’s
Folkelig“, A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1925–1950,
ritstjórar Benedikt Hjartarson, Andrea Kollnits, Per Stounbjerg og Tania Ørum,
Leiden og Boston: Brill Rodopi, 2019, bls. 257–271, hér bls. 257.
47 Sjá Karen Kurczynski, „Asger Jorn and Cobra – A Many-Headed Beast“, A Cultural
History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1925–1950, ritstjórar Benedikt
Hjartarson, Andrea Kollnits, Per Stounbjerg og Tania Ørum, Leiden og Boston:
Brill Rodopi, 2019, bls. 161–188, hér bls. 161.
48 Mikkel Bolt Rasmussen, „The Situationist Offensive in Scandinavia“, A Cultural
History of the Avant-garde in the Nordic Countries 1950–1975, ritstjórar Tania Ørum
og Jesper Olsson, Leiden og Boston: Brill Rodopi, 2016, bls. 303–310.
49 Peter van der Meijden, „Fluxus, Eric Andersen and the Communist East“, A Cult-