Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Qupperneq 210
UM TILURð HnATTA OG HAnDSAUMAðRA ÚTGáFnA
209
hreyfingar gengu út á þverfaglega samvinnu í von um að setja spurninga-
merki við samfélagið og viðtekinn listskilning á þessum tímabilum, ekki síst
með sýningahaldi, gjörningum og tímaritaútgáfu. Til að mynda skipulagði
Helhesten-hópurinn fræga sýningu í sirkustjaldi í dýragarðinum í Kaup-
mannahöfn í maí 1941 á meðan stríðið geisaði og Fluxus hélt hátíðir í Stokk-
hólmi og Kaupmannahöfn. Laboratoriet for Æstetik og Økologi hefur einn-
ig tekið þátt í hátíðinni „Bloom – Festival om natur og videnskab“ („Bloom
– Hátíð um náttúru og vísindi“) í Kaupmannahöfn sem hefur það markmið
að skýra með vísindalegum og listrænum hætti hvernig heimurinn hangir
saman. Annað verkefni sem forlagið tók þátt í er „Lofoten International
Art Festival“ („Alþjóðlega listahátíðin í Lófóten“) sem fór fram í septem-
ber 2019. Hátíðin var byggð þannig upp að hún fylgdi fjöru og flóði og átti
sér stað nokkrum sinnum yfir einn mánuð – hófst á nýju tungli, og fór fram
á fyrsta kvartili, fullu tungli, síðasta kvartili og lauk á nýju tungli. Hátíðin
var ekki á föstum stað, heldur færðist hún á milli staða til þess að rannsaka
umhverfið betur og nota það. á meðal viðburða á hátíðinni var „Tangkon-
gressen“ („Þangþingið“),50 en þar var þang í brennidepli og sjónum beint að
menningarlegum og listrænum hliðum þess. Málþingið hafði það að mark-
miði að skoða orðræðu samtímans um þang og hvernig það er notað á ýms-
um sviðum til dæmis sem orka, matur, næring í landbúnaði, í snyrtivörur og
lyf. Enduruppgötvun náttúrunnar og notagildis hennar, og nýjar varfærnar
leiðir til þess að njóta hennar og vera hluti af henni, eru í brennidepli æ fleiri
viðburða þar sem bókmenntir, listir og vísindi eru leidd saman.
Fórnfýsi og sjálfsánægja
Þegar horft er til þessara dæma um samtímaörforlög á norðurlöndum virð-
ast báðar birtingarmyndir starfseminnar, það er hin efnislega og hin inntaks-
bundna, ríma við valsældarhyggju, eins og fjallað er um hana hér að framan.
Þegar um er að ræða útgáfu og dreifingu bóka og bókverka má einnig greina
enduróm hinnar nýju neyslumenningar í örforlagaheiminum. Óskin um
að fá vörur sínar „beint frá býli“ endurspeglast í ósk um að fá bækur beint
frá forleggjara eða jafnvel rithöfundi oftast í sérstökum útgáfuhófum, sér-
hæfðum hátíðum eða á bókamessum. Í bókmenntaheiminum getur áherslan
ural History of the Avant-garde in the Nordic Countries 1950–1975, ritstjórar Tania
Ørum og Jesper Olsson, Leiden og Boston: Brill Rodopi, 2016, bls. 324–335.
50 „Tangkongressen“, 2019.liaf.no, 2019, sótt 15. júlí 2020 af https://2019.liaf.no/pro-
gram/kelp-congress/.