Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 211
AnA StAnićević
210
á sanngjarna viðskiptahætti (e. fair trade) birst sem stuðningur og traust
sem lesandi sýnir örforlögum, vegna stöðu þeirra sem stofnana sem ekki
eru reknar í hagnaðarskyni (e. non-profit) og vegna vitundar neytandans um
að tekjur af bóksölu renni beint til rithöfundarins og til að standa straum
af framleiðslukostnaði. Um leið eru íbúar Vesturlanda æ uppteknari af líf-
rænum varningi og handvalinn gæðavarningur í takmörkuðu upplagi verður
meira virði en varningur sem ekki er lífrænn og meira framboð er af. á
sama hátt er takmarkað upplag bóka, sem er eitt megineinkenni örforlagaút-
gáfunnar, og náttúruleg, endurunnin og niðurbrjótanleg efni meira hrífandi
en endalausar raðir bóka sem fylla stóru bókabúðirnar.
á hinn bóginn höfum við einnig séð breytingar á viðfangsefni og inn-
taki þeirra bóka sem koma út hjá örforlögum og hvernig unnið er að þeim.
Breytingar sem verða á hugsun fólks vegna loftslagsbreytinga, sem hafa nú
hlotið aukinn þunga með sænska táningsaðgerðasinnanum Gretu Thun-
berg, hafa leitt til breytts viðhorfs til flugferða, sem á sænsku hefur fengið
heitið „flygskam“ („flugviskubit“)51 eða skömm á því að ferðast með flugi.
Sem mótvægi birtist „tagskryt“ („lestarmont“) eða stolt yfir því að ferðast
með lest, sem fleiri og fleiri nýta sér. Þessar hræringar eru ekki óskyldar
höfnun á fjöldaframleiddum bókum og bókmenntagreinum og vali á vist-
fræðilega, félagslega og pólítískt mikilvægum verkum. Ferlinu má lýsa sem
einskonar bókmenntaneyslu með góðri samvisku. Sú aðdáun á starfsemi ör-
forlaga sem víða kemur fram í efri lögum hinnar menntuðu millistéttar er í
raun ein birtingarmynd þeirrar póst-neyslumenningar sem einkennir fyrsta
heiminn.
Frá öðru sjónarhorni má glögglega sjá hvernig viðburðastefna og gjörn-
ingar örforlaganna, sem oft eru í brennidepli starfseminnar, eru í takt við
upplifunaræði nútímans. Það virðist ekki lengur nægja að fá vörur „beint frá
býli“, heldur er beinlínis æskilegt að geta líka sótt bóndann heim og virt fyrir
sér ferlið. Það að styðja sanngjörn viðskipti felur ekki aðeins í sér að kaupa
vörur með sanngirnisvottun, heldur vilja neytendur sjálfir taka þátt í að
rækta sínar kjúklingabaunir frá upphafi til enda, með því að styðja bóndann
sem sér um vinnuna hinum megin á hnettinum. Það er ekki nóg að styðja
aðeins góða hluti og velja rétt, heldur er ekki síður mikilvægt að upplifa
ferlið. Lesandinn sem kemur á viðburð örforlags og fær að búa til bókarein-
51 Helen Coffey, „Flygskam. What is the Flight-Shaming Environmental Movement
that’s Sweeping Europe?“, Independent, 2019, sótt 15. júlí 2020 af https://www.in-
dependent.co.uk/travel/news-and-advice/flygskam-anti-flying-flight-shaming-swe-
den-greta-thornberg-environment-air-travel-train-brag-a8945196.html.