Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Qupperneq 221
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
220
kvenlíkamann til að nálgast þennan lífskraft í verkum sínum, eins og kemur
berlega fram í draumi málarans þar sem hálfnaktar konur „hlaupa innan um
trén einsog skógardísir“ og umkringja hann loks allsnaktar svo hann mundar
pensilinn og segist munu mála þær allar, eins og í karlmannlegri tilraun til að
yfirbuga og yfirtaka hamslausan sköpunarkraft líkama þeirra. Þær hlæja hins
vegar „og færa sig enn nær“ (Sb. 70). Það sem átti að vera erótísk og valds-
mannsleg sköpun listaverks verður að geldingarsenu: „Ég tek af mér hattinn
í draumnum, og höfuðið fylgir með.“ (Sb. 70)
Í annað skiptið sem málarinn sér rauðklæddu konuna tekst honum
reyndar í kjölfarið að lífga við verk sem hann hafði ergt sig yfir að væri „eng-
in mynd, ekkert nema fálm úr mínum ráðvillta huga“ (Sb. 23). nú „birtist
rauðklædd vera“ fram úr „næstum draumkenndri óreiðu á myndfletinum“
(Sb. 25) þannig að enn á ný setur hann sig í hlutverk karllistamanns sem
hefðin boðar að geti nýtt sér kvenlega þætti og, ef hann nær valdi á þeim,
mótað úr þeim listaverk.8 Í þriðja skiptið sem málarinn og konan hittast er
hlutverkunum samt snúið við og þá er það konan, nú komin í ólífugræna
kápu, sem horfir á hann líkt og hann sé „dýr af sjaldgæfri tegund“ (Sb. 47)
þar sem hann stendur með barðastóran hatt við trönur úti í skógi eins og
karíkatúr af staðalímynd málara. Slíkar kómískar myndir af söguhetjunum
eru víða dregnar upp í bókunum þremur, ekki síst þegar utanaðkomandi
sjónarhorn kvenna beinist að þeim, en hjá konunum er litla aðdáun að finna.
„Ég reyndi einu sinni að lesa bók eftir þig“, segir afgreiðslukona á kaffihúsi
við rithöfundinn í Suðurglugganum. „Ég hætti fljótlega.“9 Rithöfundurinn
8 Hið kvenlega er gjarnan samsamað frumstæðri náttúru án menningar, án hinnar
meðvituðu hugsunar (karlsins) sem gerir náttúru að list. Sjá til dæmis umfjöllun
mína um mismunandi viðtökur ritdómara í kringum aldamótin 1900 (og reyndar
fram eftir allri 20. öld) á verkum sem þóttu hafa kvenlega eiginleika. karlhöfundar
voru almennt taldir nýta þessa þætti á karlmannlegan og listrænan hátt en konur
voru frekar samsamaðar þessum „kvenlegu“ þáttum (til dæmis líkt við kvakandi smá-
fugla eða náttúruöfl) en að þær þættu hafa það listræna vald á þeim sem einkennir
snillinga. Auður Aðalsteinsdóttir, Bókmenntagagnrýni á almannavettvangi. Vald og
virkni ritdóma á íslensku bókmenntasviði, doktorsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík,
2016, bls. 173–185 og 223–241. Hér er sótt í skrif Ingu Dóru Björnsdóttur, „„Þeir
áttu sér móður“. kvenkenndir þættir í mótun íslenskrar þjóðernisvitundar“, Fléttur,
ritstjórar Ragnhildur Richter og Þórunn Sigurðardóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
1994, bls. 65–85; Guðna Elíssonar, „líf er að vaka en ekki að dreyma. Hulda og hin
nýrómantíska skáldímynd“, Skírnir vor/1987, bls. 59–87; og Ragnhildar Richter,
„ljóðafugl lítinn jeg geymi – hann langar að fljúga“, Tímarit Máls og menningar
3/1985, bls. 314–334.
9 Gyrðir Elíasson, Suðurglugginn, Akranes: uppheimar, 2012, bls. 39. Hér eftir verður
vísað til blaðsíðutala í Suðurglugganum í megintexta með skammstöfuninni Sg.