Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 224
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
223
hann smám saman „að búast við að sjá konur eða skógardísir og lít ekki
andartak í kringum mig meðan ég mála“ (Sb. 92).
Í áðurnefndum senum fer fram samspil karllegs og kvenlegs augnaráðs
sem felur ekki aðeins í sér erótík heldur margvíslega valdatogstreitu sem
tengist sambandi náttúru og listsköpunar. Ein af frægustu bókunum sem
fjallar um sköpun og notar jafnframt ítarlegar náttúrulýsingar til að undir-
strika innri hræringar sögupersóna er Frankenstein (1818) eftir Mary Shel-
ley, en hún er skrifuð á tímum rómantískrar upphafningar á snillingum í
röðum listamanna. Sögupersónan Frankenstein beislar krafta náttúrunnar
að því marki að hann nær þeim stórkostlega áfanga að skapa líf. Sköpunar-
verk hans verður hins vegar skrímsli sem enginn, síst af öllu skrímslið sjálft,
kann honum þakkir fyrir að skapa og sem eyðileggur líf hans. Sagan hefur
verið túlkuð á margan hátt, til dæmis sem táknsaga um blendnar tilfinningar
kvenrithöfunda á þessum tíma í garð sköpunarverka sinna sem kröfðust þess
að þær færu út fyrir sitt „náttúrulega“, kvenlega og líkamlega svið sköpunar,
það er barneignir, til að skapa bókmenntir; eitthvað ónáttúrulegt; skrímsli.16
Eins og Julia Barbara köhne bendir á hefur snillingshugtakið allt frá
fornöld verið tengt hugmyndum um karllegan getnað og fæðingu sem sett
er í samband við „andlegan getnað“ (þ. geistiges Zeugen) og styrk til að geta
af sér heimspekilegar hugsanir. Vísar hún til algengra yfirlýsinga um að verk
listamannsins séu börn hans og varðveiti arfleifð hans.17 Málarinn í Sandár-
bókinni les meðal annars bréf Vincents Van Goghs sem var einmitt mjög
upptekinn af því að listamenn þyrftu að fórna fjölskyldulífi – helst eiga sem
minnst ástarlíf almennt – og skapa listaverk í stað barna. Manndóm sinn noti
þeir í listaverk sín sem öðlist við það kraft og heilbrigði.18 Í þessu sambandi
má merkja hefðbundið trúarlegt viðhorf til kynlífs hjá Van Gogh: best er að
vera skírlífur en annars að stunda kynlíf hófsamlega og innan hjónabands
(það er til að geta börn). Að sóa karlmannlegri frjósemi sinni er synd gagn-
vart guði eða, í tilviki Van Goghs, gegn listinni, því eins og hann segir í bréfi
til bróður síns þá getur hann bæði í lífinu og listinni verið án guðs en ekki
án sköpunarkraftsins.19
16 Sjá til dæmis Barböru Johnson, „My monster / my self“, Diacritics 2/1982, bls. 2–10.
17 Julia Barbara köhne, „The Cult of the Genius in Germany and Austria at the Dawn
of the Twentieth Century“, Genealogies of Genius, ritstjórar Darrin McMahon og
Joyce E. Chaplin, Basingstoke Hampshire: Palgrave Macmillan, 2016, bls. 115–134,
hér bls. 123.
18 Vincent van Gogh, bréf til Emile Bernard, Arles, 5. ágúst 1888, sótt 9. júní 2020 af
http://www.vangoghletters.org/vg/letters/let655/letter.html.
19 Vincent van Gogh, bréf til Theo van Goghs, Arles, 3. september 1888, sótt 9. júní