Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 225
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
224
Þá hugmynd karla að þeir skapi hugverk í stað einstaklinga af holdi og
blóði væri ef til vill hægt að fella undir nýlegri hugmyndir um „legöfund“,
hugtak sem karen Horney setti fram á árunum 1922–37 til að útskýra árás-
arhneigð karla og hvöt þeirra til að drottna yfir konum. Það hugtak gefur
aðra sýn á söguna um Frankenstein en skrímslið hans yfirbugar og myrðir
Elizabeth, fóstursystur hans og tilvonandi eiginkonu, þannig að hún mun
aldrei skapa börn sjálf. Í slíkri túlkun á Frankenstein er sköpun samofin valda-
baráttu og karlmannlegur, andlegur getnaður ræðst gegn og er á endanum
sterkara en hið kvenlega og holdlega. Málarinn í Sandárbókinni reynir ein-
mitt stundum að túlka upplifun sína í tengslum við konur út frá sjónarhorni
rándýrs. Honum virðist konan hafa „hamskipti eftir þörfum“ (Sb. 48) en
hamskipti hennar fara fram í hans eigin huga (eitt sinn er hann meira að
segja „farinn að efast um að hún sé til“ (Sb. 29)) og þá auðvitað eftir hans
þörfum. Þegar hann ímyndar sér að hún hafi breyst í kanínu finnst honum
hann „einmana skógarúlfur á ferli um greinaflókinn myrkviðinn í lífi [s]
ínu“ (Sb. 49). Úlfurinn vekur hugrenningatengsl við Steppenwolf (1927) eftir
Hermann Hesse, sem fjallar líka um tilveru listamannsins utan mannlegs,
borgaralegs samfélags. lykilorðið hér er „einmana“ og þrátt fyrir veiðilík-
ingamálið er það sem gæti verið eltingarleikur málarans við konuna aðeins
tilviljanakenndir árekstrar án frumkvæðis af hans hálfu, hálfvolgar fantasíur
og vandræðalegt hik. Þegar hann fer niður að Sandánni að veiða syndir
konan þar til dæmis nakin í ánni í stað fisks en hann fer samt sem áður heim
með öngulinn í rassinum. Og þegar sá möguleiki opnast að annar hafi verið
á undan til að ná henni verður hann um stund „ráðvilltur“ en „smám saman
léttir yfir [honum] aftur“ og hann heldur áfram að mála í friði og ró í hjól-
hýsinu sem hann stóískur líkir nú við egypskt grafhýsi (Sb. 63–64 og 66).
Hann gengur, eins og rithöfundurinn í Suðurglugganum og tónsmiðurinn
í Sorgarmarsinum, svo langt í að aðskilja sig frá öðru fólki að ekki verður
aftur snúið. Einangrunin er sem óhjákvæmilegt skref (og kannski það síð-
asta) í listsköpun þeirra og hefur skipað þeim „til hliðar, á skjön við allt“
(Sb. 20). Það rímar vel við rómantískar 19. aldar hugmyndir um þjáða og
einmana snillinginn sem módernistar fluttu fagnandi með sér inn í 20. öld-
ina. Thomas Mann lætur til dæmis sögupersónu sína, rithöfundinn Tóníó
kröger úr samnefndri smásögu (1901), lýsa því yfir að alvöru listamaður sé
„einangraður og undarlega ólíkur öðrum mönnum“; beri svip af „einangrun
2020 af http://www.vangoghletters.org/vg/letters/let673/letter.html.