Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 226
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
225
og útskúfun“.20 Vandamálið er hins vegar að getuleysi málarans í skáldsögu
Gyrðis er ekki bundið við ást eða löngun til kvenna heldur er hann einnig
ófrjósamur í listinni. Í því liggur hin raunverulega ógn.
1.3 Ógnin
köhne bendir á að 19. aldar menn líktu listsnillingum meðal annars við eld-
fjöll sem gjósa óreglulega eða í sífellu og segir að notkun þeirrar viðlíkingar
þýði að gera megi ráð fyrir að á ákveðnum tímabilum og aldursskeiðum
brenni snillingar út.21 Málarinn í Sandárbókinni, sem hugsar nostalgískur
„áratugi aftur í tímann … þangað sem alltaf var sól og lífið beið með miklum
fyrirheitum, í iðandi sterkum litum líkt og órætt en fjörlegt afstraktmálverk“
(Sb. 36), er greinilega kominn í þennan „útbrunna“ hóp en vonast eftir að
það sé einungis tímabundið skeið: „Mér hlýtur að opnast sýn einn daginn.“
(Sb. 17) Hann leitar örvunar hjá konum og í náttúrunni og myndi því að
sjálfsögðu ekki harma það að sjá eldgos, sem ekkert verður þó úr. Hann
hefur fundið aðrar aðferðir til að vekja smá spennu í annars tilþrifalítilli til-
veru; er „hálfsmeykur við gaseldavélina“ (Sb. 17) – sem gerir kaffið sem þar
er hitað bragðmeira – og verður órólegur í rúminu á kvöldin af að horfa á illa
málaða mynd „af manni á fleka á leið niður frumskógarfljót“ (Sb. 21). Ekkert
af þessu felur þó í sér alvarlega ógn; spennan yfir gaseldavélinni „venst eins-
og allt“ (Sb. 17) og í þeirri tilveru sem hann hefur valið sér er aðeins að heyra
„lágan niðinn í Sandánni“ (Sb. 21).
Árvatnið er enn eitt tákn sköpunar og frjósemi sem tekur á sig gagnstæða
merkingu í lífi málarans. Þegar hann notar vatnsliti lýsir hann því yfir að
hann þurfi til þess tært vatn, „beint úr Sandánni“ (Sb. 46). En Sandáin er
vatnslítil, gulleit eins og „eplasíder“, ekki kröftug, háleit jökulá eins og sú
sem glittir í lengra í burtu og er „mórauð kyrkislanga“ (Sb. 12) (og líkist ef
til vill meira göróttum skáldskaparmiði en léttum og freyðandi síder). Þegar
hann svo málar foss er hann ekki fyrr kominn á blaðið en hann „þornar þar
upp“ (Sb. 92). Málarinn lýsir því þannig sjálfur að undanfarin ár í lífi hans
„hafi verið nokkurskonar sandár, snauð og blásin líkt og skraufþurr auðn á
úrkomulausum vetri“ (Sb, 34). ófrjótt ástand söguhetjunnar og samsvörun
þess í landslaginu – í á sem tengd er sandi í stað vatns og fossi sem þornar
upp – skapar tengingar við Graalsagnarstefið um hinn særða eða lamaða
20 Thomas Mann, Tóníó Kröger, þýðandi Gísli Ásmundsson, Reykjavík: Mál og menn-
ing, 1942, bls. 51 og 52.
21 Julia Barbara köhne, „The Cult of the Genius in Germany and Austria at the Dawn
of the Twentieth Century“, bls. 122.