Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 230
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
229
inga. Ítalskir húmanistar hafi, með skilgreiningum sínum á snillingnum,
skerpt á gömlum hugmyndum um að ákveðinn ávinningur vegi upp á móti
neikvæðum hliðum melankólíu.28 Tengsl melankólíu og snilligáfu hafi svo
gengið í endurnýjun lífdaga á síðari hluta átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar
nítjándu.
Aftur var þjáning melankólíunnar tengd mikilfengleik; aftur var
hún upphafin sem verðmæt í eðli sínu og jafnvel ánægjuleg þó
myrk og sársaukafull væri. Melankólískur maður var með dýpri
tilfinningar, skarpari sýn og komst nær hinu háleita en venjulegir
dauðlegir menn.29
Radden bendir einnig á að skilgreiningin á snillingi var karlleg, rétt eins og
skilgreiningin á melankólíu.30 Þarna er því um karllega hefð að ræða.31
Hin listræna melankólía er oft útskýrð sem afleiðing óhjákvæmilegrar
einangrunar og einmanaleika listamannsins, eins og þegar Van Gogh talar
um „melankólíska tilfinningu um að finna sig ekki í hinu raunverulega lífi“,32
en hún hefur líka verið álitin nauðsynlegur þáttur listsköpunar í sjálfu sér. Í
smásögu Thomasar Manns er upprennandi rithöfundurinn Tóníó kröger
ekki sá sem hefur alltaf „eitthvað fyrir stafni og aldrei annað en það, sem
sómi og virðing er að“ heldur liggur hann „iðjulaus og dapur“ og horfir
„á leyndardómsfullan breytileikann á flöktandi svipbrigðum hafsins“.33 Og í
huga Van Goghs er melankólían hluti af æðiskenndu ástandi listamannsins,
þar sem manneskjan sem skapar tapar sér.34
28 Jennifer Radden, „Introduction. From Melancholic States to Clinical Depression“,
The Nature of Melancholy. From Aristotle to Kristeva, new York: Oxford university
Press, 2000, bls. 3–51, hér bls. 12–13.
29 Sama rit, bls. 15.
30 Sama rit, bls. 40.
31 Sjá einnig: Mary Cosgrove, „Introduction. Sadness and Melancholy in German-
language literature from the Seventeenth Century to the Present: An Overview“,
Sadness and Melancholy in German-language Literature and Culture, ritstjórar Mary
Cosgrove og Anna Richards, Rochester: Camden House, 2012, bls. 1–18, hér bls.
13.
32 Vincent van Gogh, bréf til Theo van Goghs. Arles, 11. apríl 1888, sótt 9. júní 2020
af http://www.vangoghletters.org/vg/letters/let595/letter.html.
33 Thomas Mann, Tóníó Kröger, bls. 17.
34 „[…] plus que je deviens dissipé, malade, crûche cassée, plus moi aussi je deviens
artiste créateur dans cette grande renaissance de l’art de laquelle nous parlons.“
Vincent van Gogh, bréf til Theo van Goghs, Arles, 29. júlí 1888, sótt 9. júní 2020 af
http://www.vangoghletters.org/vg/letters/let650/letter.html.