Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 231
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
230
Tóníó kröger „reikar um sviplaus og grár í hinu hversdagslega lífi eins
og ómálaður leikari, sem ekkert er, meðan hann er ekki ímynd neins“.35
listamenn Gyrðis falla einnig auðveldlega í þennan flokk listamanna og eru
eins og lifandi dauðir; staddir einhvers staðar mitt á milli heims hinna lif-
andi og dauðans eða einhvers konar handanheims. Málarinn í Sandárbókinni
hrekkur upp eina nóttina við umgang eins og „frá öðrum heimi“ (Sb. 68).
Hann veltir því fyrir sér „hvort það geti verið að einhver hafi dáið hér inni,
og þannig megi skýra þennan fyrirburð – sem nokkurs konar endurvitjun“
(Sb. 69). Þessar hugleiðingar benda fyrst og fremst til hans sjálfs, sem er
fastur mitt á milli heims lifandi mannfólks og dauðans eins og draugur sem
vekur „flóttaleg“ viðbrögð (Sb. 62) og fær „undarlegt augnaráð“ (Sb. 35).
Tilraunir hans til að nota listina til að nálgast aðra, miðla milli þessa heims
og annars, misheppnast að hans eigin mati en varla hjálpar þar til að hann
stundar það sjálfur að rífa málverkin sín.
1.5 „nokkurs konar endurvitjun“
Í næstu bókum þríleiksins heldur Gyrðir áfram að vinna með og rífa niður
hugmyndir um listina sem eitthvað sem gefur listamanninum framhaldslíf
og tengingu við annað fólk. Suðurglugginn hverfist öll um texta sem leysist
upp, er ókláraður, ólesinn. Bókin minnir að forminu til á minnisbók þar sem
hripaðar eru niður hugleiðingar um hversdagslega sem háfleyga hluti, þótt
lesa megi söguþráð úr þeim. Sögumaðurinn er rithöfundur sem dvelur einn
í sumarhúsabyggð og hans eiginlegu, skáldlegu skriftir eiga að vera þær sem
hann vélritar. Hann situr í upphafi við ritvélina sína í afar hefðbundnum
rithöfundarstellingum; „hamra á hana, en lít öðru hverju út á sjóinn“ (Sg.
9). En hin dæmigerða ímynd 20. aldar höfundarins – miðaldra karlinn sem
lokar sig af til að hamra innblásin orð á ritvélina sína og horfa hugleiðandi
út um gluggann inn á milli36 – er eitt af því sem er nú smátt og smátt að
hverfa, ásamt „snillingum“ og „meistaraverkum“. Enda nær sögumaðurinn
engu sambandi við snillinginn Adrian leverkühn sem hann les um í Doktor
Faustus (1947) eftir Thomas Mann og talar kaldhæðinn um niðursagaða
„verönd sem var“ (Sg. 83) á nágrannahúsi, þar sem hann situr eftir í sumar-
húsabyggðinni um haustið og reynir að skrifa skáldsögu eins og draugur
35 Thomas Mann, Tóníó Kröger, bls. 42.
36 Virginia Woolf er einn af þeim rithöfundum sem hefur bent á að slíkt næði til skrifa
– „sérherbergi“ – hefur í gegnum aldirnar verið forréttindi karla. Samanber rit-
gerðina A Room of One’s Own frá 1929, sem kom út í þýðingu Helgu kress árið 1983
undir titlinum Sérherbergi.