Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 234
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
233
Hin daufa og dofnandi skrift helst í hendur við árstíðaskipti og hvarf sögu-
persónunnar úr þessum heimi. Í fyrstu má eygja von um að vorið, árstíð
upphafsins, verði frjósamur tími. Það verður þó fljótt ljóst að þessi upphafs-
árstíð lífsins felur þegar dauðann í sér og sögumaðurinn veltir því fyrir sér
snemma hvort haustið sé ef til vill eina árstíðin á þessu landi (Sg. 35). Þegar
haustþokurnar leggjast af alvöru yfir situr sögumaðurinn „gráfölur við Oli-
vetti-vélina, gráum lit slær á A-4 blöðin og stafirnir eru þokugráir“ (Sg. 85).
Hvítur litur er stundum sagður tákna feigð39 og um veturinn eru jafnt sögu-
maðurinn og stafirnir sem hann hamrar nánast horfnir í alhvítum veruleika:
„Blaðið í ritvélinni er jafnhvítt og snjórinn fyrir utan. Stafirnir rétt marka
slóð í pappírinn.“ (Sg. 112)
The Enchanted Typewriter (1899) er smásagnasafn eftir Bandaríkjamann-
inn John kendrick Bangs. Í upphafi bókarinnar segir sögumaðurinn frá því
hvernig sögurnar bárust honum gegnum gamla ritvél sem hann hafði fundið
uppi á háalofti og gert upp. Hann segist vera heillaður af vélum og hafa
gaman af því að „fíflast“ með ritvélina en fyrir alvarlegri verkefni, eins og
að semja skáldskap, þurfi hann penna. Og þessi ritvél er þeirrar náttúru að
það sem hann reynir að skrifa á hana týnist milli takkanna og hamranna.
nótt eina gerist svo nokkuð furðulegt: Ritvélin fer sjálf að hamra stafi á blað
og þeyta úr sér hverri vélritaðri blaðsíðunni á eftir annarri. Í ljós kemur að
látinn rithöfundur, Jim Boswell, er að nota ritvélina að handan til að skrifa
fréttir úr Hadesarheimi. Sögumaðurinn sér strax tækifæri til að nýta sér rit-
smíðarnar sem þannig berast, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af höfundar-
rétti og upplýsir lesendur um að afraksturinn hafi ratað einmitt í þessa bók.
Í Suðurglugganum verður ritvélin hvorki þessi tenging milli lifandi og
dauðra né tenging hins lifandi dauða við sjálfan sig. Á endanum eru stafirnir
orðnir dauðafölir og helst það í hendur við þá vaxandi tilfinningu að sögu-
maðurinn sé þegar orðinn draugur sem hamrar örvæntingarfullt á ritvélina
sína, án tengsla við sjálfan sig og sé undrandi á því að ekkert skili sér á blaðið.
1.6 Handanheimur
listamennirnir í þríleik Gyrðis eru greinilegt stef við hugmyndina um list-
ræna snillinginn en hafa þó ekki stöðu snillings, hvorki í eigin augum né
heimsins. Þeir eru írónískar andhetjur hvað þetta varðar og jafn meðvitaðir
um það og höfundurinn að baki þeim og lesandinn sem fylgir þeim eftir.
Það í sjálfu sér getur þó einmitt verið einkenni listsnillings, sem fær oft ekki
39 Sjá til dæmis ólaf Hansson, „Hvítt“, Mánudagsblaðið, 15. nóvember 1971, bls. 5.