Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 240
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
239
Vor
lömbin grunar
ekki rauðu
haustnæturnar50
Haustljóð
lömbin í hlíðinni kúra
upp við mæður sínar;
aðeins fáar nætur
í aftökurnar51
Sama þema er tekið upp í Suðurglugganum þegar rithöfundurinn lendir bak
við vörubíl, sér „glitta í döpur augu, og horn gægjast upp fyrir slána“ og
leiðist út í ansi myrkar vangaveltur:
[Í sláturhúsinu] eru framin fjöldamorð á hverjum degi þessar vikur,
og við erum öll samsek. Mæður eru drepnar frá ungviði sínu, og
þarna eru líka barnadráp. Öllum er sama. Af miskunnarleysi sem
helst má jafna við þá sem réttað var yfir í nürnberg, eru saklausar
verur aflífaðar í nafni kjötiðnaðarins, sem er þægilegt orð yfir fjölda-
morð. niðurbútuð líkin af þessum fórnarlömbum eru geymd í
frystihólfum stórmarkaða og merkt orðum sem höfða til þess rán-
dýrs sem maðurinn vissulega er. (Sg. 98–99)
Yfirgangur manna gagnvart náttúru og öðrum dýrum er áberandi þema
í verkum Gyrðis á 21. öldinni. Í ljóðabókinni Hér vex enginn sítrónuviður
frá 2012 er maðurinn beinlínis óvinur umhverfis síns og annarra dýra52 og
greina má aukna áherslu í nýlegum verkum Gyrðis á að hafna mannhverfri
hugsun. Í ljóðabókinni Upplitað myrkur (2005) er „Jarðsögulegri framtíð“
lýst þannig að ekki einungis er „Snæfellsjökull löngu / horfinn í sprengi-
gosi“53 heldur jafnframt mannkynið. Fyrirbæri sem okkur virðast sem eilíf,
50 Gyrðir Elíasson, „Vor“, Nokkur almenn orð um kulnun sólar, bls. 55.
51 Gyrðir Elíasson, „Haustljóð“, Mold í Skuggadal, Reykjavík: Mál og menning, 1992,
bls. 59.
52 „Maðurinn er grimmastur tegunda“, segir í ljóðinu „Auga fyrir auga“ og ljóðið „Jarð-
vistardagar“ hefst á vísun í Isaac B. Singer: „Fyrir dýrin er hver dagur Treblinka.“
Gyrðir Elíasson, Hér vex enginn sítrónuviður, Akranes: uppheimar, 2012, bls. 26 og
57. Sjá einnig umfjöllun kolbrúnar lilju kolbeinsdóttur, „Af tegundahroka og ann-
arri ólukku“, Spássían 3/2012, bls. 33.
53 Gyrðir Elíasson, „Jarðsöguleg framtíð“, Upplitað myrkur, bls. 14.