Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 242
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
241
[…] flókin frábrigði í umhverfinu vegna loftslagsbreytinga, útfjólu-
blárrar geislunar vegna þynningar ósonlagsins, loftfirrðs umhverfis,
skordýraeiturs, ágengra tegunda, eitraðra líkama, kynblöndunar,
gervigreindar, og fjölda annarra sundurleitra fyrirbæra. Í þessum
bakgrunni má kortleggja samofna þróun ólíkra lífvera og ólífræns
efnis í blönduðum líf-heimum. Með því að taka þennan flókna bak-
grunn með í reikninginn […] byggir pósthúmanísk vistrýni nýjar
tegundir eftir-manntíma orðræðu.58
Þessi „eftir-manntími“ er viðbragð við manntíma-sviðsmyndinni sem lýst var
hér að framan, og í síðustu bók listamannaþríleiksins, Sorgarmarsinum, má
finna fagurfræðilegar áherslur sem tengja mætti því sem Oppermann kallar
pósthúmaníska vistrýni (e. posthuman ecocriticism). Í Sorgarmarsinum eru
nefnilega ekki aðeins hugmyndir um jafnræði allra lífvera, dýra og plantna,
heldur teljast lífvana hlutir, hvort sem er náttúrulegir eða manngerðir, full-
gildir þátttakendur með sína eigin og jafnréttháu rödd og framlag til allífs-
hljómkviðunnar.
2.2 Líf og list
listamennina í þríleik Gyrðis dreymir um að skilja betur tungumál nátt-
úrunnar. Rithöfundurinn í Suðurglugganum hlustar á „þægilegt hvískrið“ í
trjágróðri og finnst „eins og verið sé að hvísla að [sér] einhverju úr fram-
tíðinni, á dulmáli sem enginn hefur ráðið“ (Sg. 59). Hann heldur líka að það
„gæti verið þess virði“ að hlusta á úrhellið á gluggarúðunni með hlustunar-
pípu því þá næði hann hugsanlega „að lesa eitthvað“ úr því (Sg. 59–60).
Húmorinn í þeim myndum sem hér og annars staðar eru dregnar upp til
að lýsa hugsunum og óskum listamannanna skapar íróníska fjarlægð milli
lesenda og sögupersóna og kemur jafnframt í veg fyrir að hægt sé að gera
ráð fyrir óskiptri samsömun höfundarins Gyrðis við að því er virðist einlæga
viðleitni þeirra til að tengjast náttúrunni gegnum listina og til að skapa með
því að tengjast náttúrunni. En hvað er rithöfundurinn að reyna að heyra?
Við fáum vísbendingu þegar hann sökkvir sér í kvikmyndina Dersu Uzala
(1975). Myndin er byggð á endurminningum Rússans Vladimirs Arsenyevs
um könnunarleiðangra í skógum ussuri-héraðs í austurhluta Rússlands með
veiðimanninum og leiðsögumanninum Dersu uzala af nanai-ættbálkinum.
Samkvæmt lýsingum Arsenyevs bar Dersu umhyggju og virðingu fyrir um-
natures“, Handbook of Ecocriticism and Cultural Ecology, ritstjóri Hubert Zapf, Berlin/
Boston: De Gruyter, 2016, bls. 273–294, hér bls. 275 og 286.
58 Sama rit, bls. 286.