Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Side 244
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
243
gædd lífi, bæði í huga barnsins sem elst upp við hana og fullorðins manns-
ins sem seinna minnist hennar. Tónsmiður Gyrðis ákveður þó að „þetta
með vatnið væri fulllangt gengið, og lét línurnar standa óhreyfðar“ (Sm. 11).
Ekki líður heldur á löngu þar til hann lætur undan löngun sinni til að tón-
setja garg mávanna og ákveður: „Til fjandans með höfundarrétt fuglanna.“
niðurstaðan er enda sú að: „Heil ný vídd hefur bæst við, sem ég útilokaði
alveg áður.“ (Sm. 42–43)
Tónsmiðurinn tekur ítrekað fram að hann líti ekki á sig sem alvöru tón-
skáld þótt hann hafi gaman af að setja á blað tónhendingar sem koma til
hans en hann á erfitt með að segja hvort þær koma að innan eða utan og er
þá í sömu sporum og rithöfundurinn í Suðurglugganum sem skrifar stundum
ljóð þegar hann ætti að vera að vinna í skáldsögunni sinni. Honum finnst
ljóðin „ekki góð, en þau eru þó sjálfsprottin líkt og berin á lynginu“ og hann
„skrái[r] þau bara niður, veit ekkert hvaðan þau koma“ (Sg. 70). Tónsmiður-
inn fyllir einnig „hverja minniskompuna af annarri, en lýk[ur] við fátt“ (Sm.
11). Sköpun hans virðist því skilja jafn lítið eftir sig í formi hefðbundinna,
sjálfstæðra listaverka og sköpun málarans og rithöfundarins í fyrri bókum
þríleiksins og ómögulegt að greina hvort eða hvað hann leggur til þessa
óreiðukennda samspils radda, sem að einhverju leyti minnir á pólifóníu Bak-
htins: „andartak er einsog veröldin sé bara fjölbreytilegur tónblær, ekkert
annað“ (Sm. 30). Hljóð að utan renna saman við laglínur í höfðinu á honum
og þannig þurrkast út skilin milli skapandi sjálfs og skapandi umhverfis.
Slíkar hugmyndir um dauða höfundarins og skáldskap sem sífellda end-
urvinnslu þess sem fyrir er má auðvitað kalla póstmódernískar, en eins og
Oppermann bendir á hefur pósthúmanisminn flutt ákveðnar grundvallar-
hugmyndir póstmódernismans inn á nýjar slóðir nútíma tækni- og umhverf-
isorðræðu með sinni ríku meðvitund um að þróun okkar sem tegundar er
ekki einungis samtengd þróun annarra lífvera heldur einnig í auknum mæli
þróun tækninnar sem við sjálf höfum skapað.61 Þessi meðvitund er mikil-
vægur þáttur í fagurfræðilegri stúdíu Gyrðis og nokkuð augljós í Sorgar-
marsinum þar sem járnkenndur raddblær afgreiðslumanns, sem minnir á
vélmenni, færir tónsmiðnum „einhverskonar hugmynd að eintóna og mín-
ímalísku söngverki í anda Philips Glass“ og „„vélrænir“ hljómar“ frá sláttu-
vél geta verið innblástur, „þó venjulega sé [tónsmiðurinn] ekki mikið fyrir
maskínuöldina og afurðir hennar“ (Sm. 94–95). Hér má sjá annan tón en í
Lifandi vatninu – – – sem bregður upp dystópískri, marxískri mynd af vél-
61 Serpil Oppermann, „From Material to Posthuman Ecocriticism“, bls. 276.