Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 245
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
244
rænum samtíma. Aðalpersónan þar, Pétur Pétursson, týnist í heimi gervi-
gæða sem þjóna gerviþörfum. Hann stingur af úr firrtri tilveru borgarinnar
í leit að hinu upprunalega, æskuslóðunum, en endar í búð sem selur gervi-
blóm, umkringdur gervináttúru sem rænir hann síðustu dropum geðheils-
unnar. Hann er því sprautaður niður og lokaður inni en róandi lyf halda
persónunum í Lifandi vatninu – – – vélrænt gangandi í hinum furðulega,
merkingarlausa yfirborðsveruleika sem nútímamaðurinn hefur skapað sér.
Þótt tónsmiður Gyrðis sjái á hinn bóginn skapandi möguleika í maskínu-
öldinni er hann samt ekki fullkomlega genginn á hönd henni því hann endar
á að setja upp heyrnarhlífar af ótta við að hávaðinn „hreinlega gangi frá öllu
því fínstillta í eyrunum“ (Sm. 95). Enn finnst honum hefðbundnari náttúru-
tónar sem berast honum „með næðingnum og öldunum“ markverðari og
hljóma „einsog ákveðinn og merkjanlegur hluti af sjálfum [s]ér“ (Sm. 101).
Það er skiljanlegt að hlutir taki á sig animíska eiginleika gegnum list-
sköpun, sem miðar jafnan að því að skapa „lifandi“ manngerð verk. En
animismi hefur einnig fengið framhaldslíf í nútíma umhverfisorðræðu, eins
og David Abram rekur í bókinni The Spell of the Sensuous (1996) og fjallað
er nánar um hér á eftir. Pétur Gunnarsson bendir á að það sem sker úr
um aðdráttarafl steina að mati Þórbergs Þórðarsonar er aldur þeirra: „Hvað
þeir hafa búið lengi á jörðinni og orðið vitni að mörgu og hvað þeir búa
yfir miklum fróðleik. kúnstin að tala við steina er þá fólgin í því að kunna
að taka á móti þessari vitneskju allri og lífsreynslu.“62 Í pósthúmanískum
fræðum hefur einmitt verið lögð áhersla á það að ólífræn náttúra, til dæmis
veðraðir steinar eða jarðlög, sem og manngerðir hlutir, segi líka sína sögu
ef við kunnum að veita henni athygli og búi þannig yfir „skapandi virkni
og sýni mismunandi kafla í fjölbreytni lífsins“.63 Abram nýtir sér kenningar
Edmunds Husserl um „svið fyrirbæranna“ sem „sameiginlegt landslag“, þar
sem vissulega eru til huglæg fyrirbæri, til dæmis ímyndanir, ótti og draumar,
en önnur fyrirbæri eru ekki bara huglæg heldur „samhuglæg“ (e. intersubjec-
tive), það er skynjuð huglægt af fleiri verum. Hinn „raunverulegi“ heimur
er ekki óhagganleg og endanleg staðreynd, útskýrir Abram, heldur fléttast
þar saman skynjanir og skilningur á sameiginlegri reynslu sem markast af
62 Pétur Gunnarsson, „Í Suðursveit“, Lesbók Morgunblaðsins, 5. janúar 2002, bls. 4–7,
hér bls. 5.
63 Serpil Oppermann, „From Material to Posthuman Ecocriticism“, bls. 288. Op-
permann kallar þá afstöðu „efnislega vistrýni“ (e. material ecocriticism) og segir að
skapandi efnisleika (e. creative materiality) sé alls staðar að finna því „sögur af heims-
myndun, jarðfræði, sagnfræði, vistfræði og lífi hlutgerast í hvers kyns efni.“ Sama rit,
bls. 274.