Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 246
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
245
mörgum ólíkum sjónarhornum – og af mörgum tegundum lífvera. Þegar við
mætum öðrum öðlumst við sannfæringu um að heimurinn feli í sér meira en
aðeins það sem við skynjum á ákveðnu augnabliki og fáum staðfestingu á að
heimurinn sé nokkuð heilsteyptur.64
Abram notar hugtak Husserls, líf-heimur, sem er „hinn samhuglægi
reynsluheimur okkar sem kemur á undan allri íhugun, á undan allri vísinda-
legri, hlutlægri þekkingu“65 og tekur undir áhyggjur Husserls af því að vest-
ræn menning lendi í krísu vegna þess að við höfum glatað orðræðu sem
var samstillt „eigindlegum blæbrigðum lifandi reynslu“.66 Vestræn vísindi
og tækni séu í blindni farin að yfirtaka reynsluheiminn og ógna þar með líf-
heiminum sem þau eru þó háð. Abram notast jafnframt við úrvinnslu Mer-
leau-Pontys á kenningum Husserls þar sem lögð er áhersla á að líkaminn
sé tilvist okkar í þessum heimi og geri okkur kleift að tengjast öðrum og
öðru sem þar er. Þar sem mörk lifandi líkama og umhverfis eru opin og
óljós, meira eins og himna en varnargarður, einkennist sú upplifun af um-
breytingum og víxlverkun. Abram bendir á að lucien lévy-Bruhl hafi notað
orðið „þátttaka“ til að lýsa einkennum animisma.67
Að snerta grófan trjábörk er því, á sama tíma, að skynja eigin
áþreifanleika, að finna tréð snerta sig. Og að sjá heiminn er einn-
ig að upplifa sig sem sjáanlegan […]. Við getum upplifað hluti –
getum snert, heyrt og bragðað hluti – aðeins vegna þess að sem
líkamar erum við sjálf hluti af hinu skynjanlega og höfum okkar
eigin áferð, hljóð og bragð.68
Viðurkenning þessara gagnkvæmu áhrifa getur gert okkur athugulli og
ábyrgari gagnvart umhverfinu, segir Abram. Með því að viðurkenna að við
skynjum heiminn og tengjumst honum í gegnum líkamann samþykkjum við
stöðu okkar meðal annarra dýra og hluta í stað þess að telja okkur í yfirburða-
stöðu gagnvart þeim.69
Abram bendir á að allt getur haft slík áhrif á okkur en í skrifum hans
má greina tortryggni í garð hins manngerða. Hann telur til dæmis að hið
64 David Abram, The Spell of the Sensuous. Perception and Language in a More-than-
Human World, new York: Vintage Books, 1997, bls. 37–39.
65 Jóhann Helgi Heiðdal, „Husserl um samhuglægni“, Heimspekivefurinn, 27. apríl
2011, sótt 9. júní 2020 af https://heimspeki.hi.is/?p=2923.
66 David Abram, The Spell of the Sensuous, bls. 41.
67 Sama rit, bls. 45–46 og 57.
68 Sama rit, bls. 68–69.
69 Sama rit, bls. 47–49.