Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 249
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
248
líklega er ég með frumstæðum og eflaust barnalegum hætti að
fremja einskonar náttúrugaldur, eða réttara sagt draga til mín af
vaxtarmegni landsins í eigin þágu. Allur kraftur sem kann að verða
í myndinni kemur í raun frá landinu sjálfu. Samt sem áður; nátt-
úran gerir ekki myndir. Er svona myndlist þá bara eftirlíking, eða
getur hún talist endursköpun, þegar best lætur eitthvað sem mætti
kalla eimun á sál náttúrunnar? (Sb. 47)
Hér kallast orð málarans í Sandárbókinni á við bréfaskriftir póst-impress-
jónistans Van Goghs sem málaði fólk og landslag á staðnum en vildi kafa
dýpra í veruleikann en ljósmyndir.77 Van Gogh sagðist þó stundum harma
það að geta ekki notað ímyndunaraflið og unnið þá bara heima.78 Málari
Gyrðis er því líklega undir áhrifum af lestri bréfa Van Goghs er hann segir:
„Mér dettur í hug að þannig hafi fantasían komið inn í myndlistina; að menn
hættu að nenna útúr vinnustofunni til að mála og fóru að spinna þar upp
hitt og annað í staðinn.“ (Sb. 94) Eins og fram kom í fyrri hluta þessarar
greinar dreymdi Van Gogh um að mála stjörnubjartan himin, en hann vissi
ekki hvernig hann ætti að ná því án þess að nota ímyndunaraflið sem skapi
náttúru sem sé meira upplyftandi og uppörvandi en sú sem við skynjum með
augnaráðinu einu.79 Hann lét loks verða af því á geðveikrahæli árið 1889,
rétt áður en hann stytti sér aldur, þar sem hann málaði hina frægu mynd La
Nuit étoilée. Vinsældir þeirrar myndar stafa eflaust ekki síst af töfrandi sam-
spili ytri og innri heims listamannsins, þótt Van Gogh hafi sjálfum fundist
hún misheppnuð.80 Það næsta sem málari Gyrðis kemst fantasíunni á meðan
hann dvelur við Sandána er í draumum og í mynd sem hann málar af blá-
laufguðu tré, þar sem litur hins himneska er dreginn niður á jörðina, í anda
Van Goghs, og með milligöngu trjánna. Því listin í þríleik Gyrðis er ekki há-
leit heldur jarðbundin, eða kannski háleit vegna þess að hún er jarðbundin.
Hún er ekki eins og eldfjall heldur hefur, líkt og skógurinn sem málarinn
sækir innblástur í, „verið að vaxa hægt og hljótt í skugga eldfjallsins ára-
tugum saman, nánast án þess að nokkur maður tæki eftir“ (Sb. 27). Eins og
77 Vincent van Gogh, bréf til Willemien van Gogh, Arles, 16. og 20. júní 1888, sótt 9.
júní 2020 af http://www.vangoghletters.org/vg/letters/let626/letter.html.
78 Vincent van Gogh, bréf til Emiles Bernards, Arles, 12. apríl 1888, sótt 9. júní 2020
af http://www.vangoghletters.org/vg/letters/let596/letter.html.
79 Sama rit.
80 Sjá til dæmis Russ Ramsay, „Art Stories. The Failure of Van Gogh’s The Starry
night“, The Rabbit Room, 1. júní 2016, sótt 9. júní 2020 af https://rabbitroom.
com/2016/06/art-stories-the-failure-of-van-goghs-the-starry-night/.