Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Síða 254
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
253
En það er rithöfundurinn í Suðurglugganum sem stígur í raun og veru á báts-
fjöl um stund og eftir það er hann „einsog nýr maður“: „Styttri ódysseifsferð
hefur enginn farið, en mér líður samt einsog ég hafi siglt um allt Eyjahafið.“
(Sg. 66) Daginn eftir fréttir hann „að bátur hafi farið niður á þessum slóð-
um“ (Sg. 67). Allt frá upphafi bókmenntahefðar okkar eru bátsferðir sterk-
lega tengdar dauðanum, til dæmis í ódysseifskviðu Hómers, Gilgameskviðu
og ljóðum hinnar súmersku Enheduönnu til gyðjunnar Inönnu. Í verkum
Gyrðis felur sú tenging í sér sátt við það að fljóta áfram í ferð sem stjórnast
af náttúruöflunum sjálfum. Ein smásagan í Milli trjánna, „Farþegar“, gerist
til dæmis um borð í ferju þar sem flygill minnir á líkkistu, og hugleiðingar
vakna um Titanic en ekkert af þessu raskar ró sögupersónunnar í koju sinni.
Það er í samræmi við boðskap stóuspekinnar hvað varðar viðhorf gagnvart
óumflýjanlegum dauðanum sem bíður okkar allra. Þar sem líf og dauði, líkt
og heiður og skömm, sársauki og ánægja, bíða jafnt góðra manna og slæmra
geri þau okkur hvorki betri né verri og séu því hvorki góð né ill heldur
hlutlaus: „hvers vegna ætti maður að óttast umbreytingu og eyðingu allra
frumefna? Því hún er náttúruleg og ekkert náttúrulegt er illt.“90 Og þótt það
virðist mótsagnakennt auðveldar þetta áhyggjuleysi listamönnunum í þríleik
Gyrðis að viðurkenna eigin ábyrgð. nótt eina halda „ærandi mishljómar“
liðinnar ævi vöku fyrir tónsmiðnum en smám saman færist yfir hann „ein-
hver óskýranleg ró“ svo hann getur horfst í augu við sök sína: „Ég brást við
með því að loka á allt. // Ég brást.“ (Sm. 136–137) Þá ályktun mætti styðja
með tilvísun til stóuspekinnar. Því að þótt áhersla listamanna þríleiksins á að
vera óháðir ytri gæðum á borð við söluarð, frægð og frama eða tískustrauma
samræmist þeirri hugmynd stóumanna að farsæl manneskja sé „algerlega
ónæm fyrir öllu sem kemur að utan“91 ganga listamennirnir líka svo langt að
hafna öðrum manneskjum, þar á meðal sínum nánustu, og þar lenda þeir í
mótsögn við kenningar stóuspekinnar um eignun sem Svavar Hrafn Svavars-
son útskýrir svo:
Til að tryggja lífið hlýtur náttúran að gæða kornabarnið frum-
stæðri sjálfsvitund og sjálfselsku, þeirri tilfinningu að barnið til-
heyri sjálfu sér. Þessi kennd hvetur barnið til að leita þess sem
stuðlar að eigin varðveislu og viðgangi. Það er hér sem stóumenn
tefla fram einu mikilvægasta hugtaki siðfræði sinnar: eignun (gr.
oikeiôsis). náttúran eignar kornabarninu sjálft sig. Það gerir hún
90 Markús Árelíus, The Meditations, 2. bók.
91 Svavar Hrafn Svavarsson „Stóísk siðfræði og náttúruhyggja“, bls. 69.