Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 257
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
256
mannkynið í sjálfum sér og öfugt. Þeir vilja að auki taka það sem ekki er
mannlegt með inn í myndina og segja að stóuspekin minni á þá siðferðis-
legu skyldu okkar að breyta á dyggðugan hátt gagnvart öðrum og grípa til
aðgerða þegar eitthvað ógnar dýrum, plöntum og hinu stærra umhverfi. Í
því felist meðal annars viðurkenning á því að maðurinn sé ekki æðsta vera
heimsins þótt mannskepnan sé ef til vill sú skynsamasta. 97
listamenn Gyrðis eru reyndar afar meðvitaðir um stóra samhengið;
að þeir eru hluti af vistkerfi Jarðar – sem að auki er hluti af samspili fleiri
himintungla, eins og fyrr var nefnt. Í þríleiknum birtist ást á lífinu í aðdáun
á öðrum lífverum sem taka stóískan þátt í hringrás lífsins: „lauftrén fella
blöðin af rósemi, beygja sig undir lögmálin að hætti Markúsar Árelíusar,
en taka aftur við sér þegar sólin fer að hækka á lofti – einusinni enn.“ (Sb.
77) Allar hinar duldu og óduldu vísanir til fyrri listamanna og verka þeirra,
hefðarinnar, má einnig túlka sem tilraun til að tengjast öðrum og tilheyra
stærra samhengi. listamennirnir hafa þó brugðist þeirri mikilvægu skyldu
sinni að „umfaðma náungann“, telja sig kannski geta stokkið yfir eða hafa
lagt það skref að baki, sem gefur til kynna að eitthvað skorti upp á „þroska
skynseminnar“.
Eins og fram hefur komið er samsvörun milli listamanna Gyrðis og sögu-
persónu Thomasar Manns, Tóníós krögers, sem er sannfærður um að sannur
listamaður sé einangraður og útskúfaður. Allir hafa þeir einangrað sig frá sam-
félaginu og lokað á sína nánustu. Rithöfundurinn vill „enga ábyrgð“ (Sg. 28)
og reynir að skýla sér á bak við stóíska afstöðu í því skyni, bæði í lífi og list;
andspænis líflausum sögupersónum sínum huggar hann sig með því að maður
þurfi kannski ekki „að kynnast fólki í skáldsögu“ því það „hverfur hvort sem er
inn í rökkur gleymskunnar fyrr eða síðar, einsog við öll“ (Sg. 67–68). Að firra
sig þannig ábyrgð gagnvart fólkinu í kringum sig stríðir hins vegar gegn lög-
málum stóuspekinnar og rithöfundurinn veltir því seinna fyrir sér hvort hann
sé einfaldlega „haldinn andlegri nísku“ (Sg. 120). Og ef til vill bitnar sú níska
fyrst og fremst á listsköpun hans, þar vantar mannlega nánd:
Ég held jafnvel að ég klári aldrei þessa sögu. Treysti mér einhvern-
veginn ekki til að láta persónurnar upplifa sögulokin. Mér finnst ég
ekki vera þeim nógu nákominn til að leiða þær gegnum það sem
vofir óhjákvæmilega yfir. (Sg. 131)
bls. xix–lxxxix, hér bls. lv–lvi.
97 kai Whiting, leonidas konstantakos, Angeles Carrasco og luis Gabriel Carmona,
„Sustainable Development, Wellbeing and Material Consumption“, bls. 4, 10–11,
16 og 12.