Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 261
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
260
verðmætt, eins og flest sem er af takmörkuðu magni. Tónsmiðurinn tekur
með heim jaspís „í sama lit og eldhússtólarnir“ (Sm. 39), en jaspísinn er að
hans mati „magískastur allra steina“ (Sm. 37). Rithöfundurinn á líka rauðan
stein og það er engin tilviljun að rauði liturinn er hér tengdur steinum. Eins
og fram hefur komið birtist animismi oft í þeirri hugmynd að steinar tali,
sem má meðal annars sjá hjá Þórbergi Þórðarsyni en einnig í umhverfisorð-
ræðu sem ræðst gegn annarleika lifandi sem lífvana náttúru. „Ef við getum
viðurkennt frásagnarrödd steinsins auðveldar það okkur að afbyggja orð-
ræður fordóma og misréttis vegna kyns, tegunda og kynhneigðar (svo sem
um hið dýrslega), sem hafa notað þá retorísku tækni að tengja konur og
hinsegin [e. queer] fólk við dýr/náttúru“, segir Serpil Oppermann og bendir
einnig á að femínísk vistrýni ögri „hugmyndum um sérstöðu mannlegrar
(karllegrar) virkni“ þar sem „hlutgerving náttúru og efnis (og alls þess sem
þeim skilgreiningum er tengt, þar á meðal kvenna, dýra, steinefna o.s.frv.)
smættar þau í viðföng þekkingar og arðráns“.110
Pósthúmanískar hugmyndir um jöfnuð allra tilvistarforma virðast þó
draumsýn ein í nútímasamfélagi og að sama skapi er það einungis í draumum
sem listamenn þríleiksins upplifa samhljóm kynjanna. Í lok Sandárbókarinn-
ar dreymir málarann að hann og konan sem hefur sífellt gengið honum úr
greipum gangi saman hönd í hönd um funheitt og annarlegt skógarlandslag
sem er í senn dystópískt og útópískt; eins konar apókalyptískt sæluríki, því
þar er svo heitt að sardínur soðna í Sandánni.
Stökkbreytt náttúra er eitt af endurteknum minnum Suðurgluggans og
undir lok þeirrar bókar dreymir rithöfundinn tvo drauma um stökkbreyttan
heim. Í þeim fyrri er hann einn í eins konar pósthúmanískri sveitasælu:
[…] á engi innan um mörg dýr, þau voru öll tvíhöfða og sum með
þrjá hala og höfðu langar vígtennur einsog villisvín. Þau kumruðu
vingjarnlega þegar þau sáu mig, og ég gekk inn á milli þeirra og
klappaði þeim, og feldurinn á þeim var mjúkur á við silki, grár
og hlýr. Mér fannst ég vera öruggur innan um þau. […] Enginn
slátrari með sveðju hefði haft undan að höggva öll þessi höfuð. Og
ég var aðeins með hendur mínar, sem ég renndi gegnum þennan
mjúka feld. (Sg. 119–120)
110 Sama rit, bls. 78.